fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Lækna-Tómas hjólar í Svandísi og ýjar að vinavæðingu við skipan átakshóps – „Því miður feilskot“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, gagnrýnir viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna vanda bráðamóttökunnar, í Facebookfærslu. Sem kunnugt er hyggst Svandís skipa enn eina nefndina sem nefnist nú átakshópur, en það var einnig gert árið 2016 og eflaust í einhver skipti þar á undan einnig, með umdeilanlegum árangri.

Spyr Tómas hvort um „átakanlegt átak“ sé að ræða hjá Svandísi og gagnrýnir að í átakshópinn vanti fulltrúa þeirra sem standi í eldlínunni, eins og hjúkrunarfræðinga, en skortur á þeim er einn helsti undirliggjandi vandi Landspítalans.

Vinavæðing Birgis

Þá ýjar Tómas að því að Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir og forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð og nú aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, hafi fengið sænska vini sína inn í átakshópinn:

„Hverjum datt í hug að fá akkúrat þessa sérfræðinga hingað? Getur verið að fyrrum landlæknir og fyrrum forstjóri Karolinska, sem jafnframt ku vera ráðgjafi heilbrigðisráðherra, sé að kalla vini sína til leiks? Þetta er álíka fáránlegt og ef stjórnendur á Landspítala væru beðnir um að koma til Færeyja eða Grænlands og ráðleggja þarlendum stjórnvöldum um uppbyggingu bráðaþjónustu. Því miður feilskot í máli sem þarf að taka mun fastari tökum,“

segir Tómas og nefnir að ástandið á Karolinska sé ekki til eftirbreytni, þar sem allt logi í illdeilum:

  „Enn meiri furðu vekur að kallaðir séu til tveir sérfræðingar frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi – sjúkrahúsi sem endalaust gustar um. Eflaust ágætir menn en ef það er einhver borg á norðurhveli jarðar sem á í vandamálum með bráðamóttökur sínar þá er það Stokkhólmur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála