fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Sjáðu hvað utanlandsferðir þingmanna og forseta Alþingis hafa kostað skattgreiðendur

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kostnaður skatgreiðenda vegna utanlandsferða Alþingismanna og forseta Alþingis var alls rúmlega 60 milljónir árið 2018. Þar af nam ferðakosnaður Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, rúmum átta milljónum.

Samtals nemur heildar ferðakostnaður þingmanna og forseta Alþingis yfir hálfum milljarði, eða 557 milljónum á tíu ára tímabili, milli 2009 til 2018, samkvæmt sundurliðuðu svari Steingríms J. Sigfússonar við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, um kostnað við utanlandsferðir þingmanna og forseta Alþingis. Kjarninn greinir frá.

Mestur var kostnaðurinn árið 2015, um 74 milljónir, en minnstur árið 2009, 32.5 milljónir.

Metár í utanlandsferðum í fyrra

Við þetta má bæta að skrifstofa Alþingis kolefnisjafnar ekki flugferðir starfsmanna sinna né þingmanna, þeim er það í sjálfsvald sett.

Árið 2019 þótti metár í ferðalögum hjá starfsmönnum í yfirstjórn skrifstofu Alþingis, en um og yfir 30 ferðir voru farnar hjá þeim. Alls 58 utanlandsferðir voru á dagskrá hjá almennum starfsmönnum þingsins í fyrra, samkvæmt frétt Eyjunnar síðan í október og varð það tilefni til gagnrýni, þar sem spurt var hvort ekki væri hægt að nýta fjarfundarbúnað Alþingis betur.

Sjá nánar: Alþingi kolefnisjafnar ekki utanlandsferðir og fjarfundabúnaður vannýttur – Stefnir í metár flugferða

Upphæðirnar eru reiknaðar á verðlagi hvers árs fyrir sig og er kostnaður starfsmanna einnig inni í tölunni sem fóru í ferðirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi