fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Um 24 þúsund útlendingar búa í Reykjavík – Borgin hyggst bæta þjónustuna

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. janúar 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Reykjavík búa nú tæplega 24.000 manns af erlendum uppruna. Samþykkt var á opnum morgunverðarfundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs og fjölmenningarráðs Reykjavíkur í Iðnó á miðvikudag, að auka aðgengi fólks af erlendum uppruna að upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar og í umsóknarkerfum borgarinnar.

Einnig á að ráða starfsmann í þýðingar og upplýsingastjórnun á efni á öðrum tungumálum en íslensku. Þá voru einnig samþykktar tillögur um um tilraunaverkefni um rafræna upplýsingaveitu og um aðgerðir til að draga úr óútskýrðum launamuni byggðum á uppruna.

Aðstæður fólks af erlendum uppruna og tækifæri þeirra til þátttöku í samfélaginu voru ræddar á fundinum sem og leiðir til þess að koma betur til móts við þennan hóp, stöðu þeirra á atvinnumarkaði og aðgang þeirra að upplýsingum.

Margskonar hindranir

Á fundinum var meðal annars haldin kynning á nýlegri rannsókn um jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði sem gerð var af héraðsdómslögmönnunum Claudie Ashonie Wilson og Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að margskonar hindranir standi í vegi menntaðra innflytjenda að vinnu hjá hinu opinbera.

Þar á meðal sé ófullnægjandi íslenskukunnátta, sem vegi þungt, en samt sem áður megi rekja margar hindranir til óhagstæðra laga og stefnu stjórnvalda, sem og framkvæmdar. Samþykkt var sameiginleg bókun ráðanna um að unnið verði úr niðurstöðum rannsóknarinnar til að koma í veg fyrir mismunun og fjölga tækifærum innflytjenda hjá Reykjavíkurborg sem atvinnuveitanda.

Joanna Marcinkowska, sérfræðingur í málefnum innflytjenda á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, flutti erindi undir nafninu Upplýsingagjöf og samskipti í nútíma samfélagi. Hún fór yfir íslenskt lagaumhverfi og stefnumótun Reykjavíkurborgar í upplýsingagjöf. Hún sagði nauðsynlegt að veita fólki af erlendum uppruna aðgang að réttum upplýsingum á réttum tíma. Með því að veita upplýsingar sé hægt að hafa áhrif á öryggi borgarbúa og um leið valdefla fólk og hvetja til virkari þátttöku í borgarsamfélaginu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki