fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Eyjan

Hitamálið Hálendisþjóðgarður – gæti orðið ríkisstjórninni mjög erfitt

Egill Helgason
Föstudaginn 17. janúar 2020 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stefnir í að Hálendisþjóðgarður verði eitt helsta hitamál misserisins. Umsagnarfrestur um frumvarpið rann út í gær en stefnan hefur verið að klára frumvarpið á vorþingi. Um Hálendisþjóðgarð er kveðið á í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þetta er eitt aðalmál Vinstri grænna og hins nýja varaformanns flokksins, Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra.

En nú er komið babb í bátinn. Innan Sjálfstæðisflokksins er óánægja með frumvarpið og hana er líka að finna í baklandi Framsóknarflokksins. Það eru ekki síst íbúar á Suðurlandi sem eru á móti, í einu helsta vígi þessara flokka, og þá helst í uppsveitum þar sem eru sveitarfélög sem hafa ráðið yfir miklum afréttum á hálendinu og telja sig nú þurfa að sjá að baki yfirráðum sínum til ríkisins en einnig er ætlunin að sétja á lagggirnar sérstaka stofnun, Þjóðgarðastofnun.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurlands, hefur sagt að ekkert liggi á, mikil vinna sé enn eftir við frumvarpið. Vilhjálmur var í þverpólitískum samráðshóp um þjóðgarðinn en Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, núverandi formaður umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins sagði sig úr honum og telur að stofnun hans sé ótímabær. Annar þingmaður Suðurlands, Páll Magnússon, greinir frá því að hann hafi farið á fund í um Hálendisþjóðgarðinn í Aratungu og þar hafi skilaboðin verið skýr – „við viljum þetta ekki!“ eins og Páll segir.

Í athugasemdum er þessum orðum Páls fagnað mjög.

Það er hins vegar ljóst að VG telur málið vera brýnt og mun varla hafa þolinmæði gagnvart því að það verði tafið von úr viti.

Guðmundur Rúnar Svansson, sem hefur bæði reynslu af starfi innan þjóðgarða og í Sjálfstæðisflokknum, skrifar á Facebook og spáir því að málið geti orðið ríkisstjórninni erfitt. Og það er rétt hjá Guðmundi að á hliðarlínunni er Miðflokkurinn, albúinn í andstöðu við málið.

„Spádómur: Ef að það verður eitthvað hik á Sjálfstæðisflokknum að klára Miðhálendisþjóðgarðinn endar það trúlega á því að VG hóti stjórnarslitum vegna málsins. Stofnun Miðhálendisþjóðgarðs var lykilatriði hjá forystunni gagnvart baklandinu til að réttlæta þetta ríkisstjórnarsamstarf. Ef það nær ekki fram að ganga gæti ekki bara ríkisstjórnin fallið, heldur yrði þess langt að bíða að VG og D gætu aftur setið saman í ríkisstjórn, og þá sneiðist heldur um samstarfskosti flokksins upp á framtíðina að gera. Íhaldið er reyndar í þröngri stöðu. Miðflokkurinn ætlar að gera þeim málið dýrt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Gríski menntaandinn

Björn Jón skrifar: Gríski menntaandinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu