fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Eyjan

Hækkanir á fasteignagjöldum allt að 15% – Langt umfram gefin loforð

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. janúar 2020 13:00

Mynd af vef Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman breytingar á fasteignagjöldum milli áranna 2019 og 2020 í 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Breytingarnar eru reiknaðar í krónum miðað við meðal fasteigna- og lóðamat í ákveðnum hverfum hjá þeim sveitarfélögum sem eru til skoðunar en fasteignagjöld eru í flestum tilfellum lögð á miðað við fasteigna- og lóðamat.

Margar hækkanir eru langt umfram þau loforð sem gefin voru í tengslum við lífskjarasamningana en Samband íslenskra sveitarfélaga lýsti stuðningi við þau með tilmælum til sveitarfélaga um að gjaldskrárhækkanir vegna ársins 2020 yrðu ekki umfram 2,5%.

Mesta hækkun um 15%

Gjöld á 100 fm íbúð í fjölbýli hækka mest á Sauðárkróki um 14,93% eða 36.991 kr. en næst mest á Egilsstöðum um 11,06% eða 29.515 kr. Ef miðað er við 200 fm einbýli hækka gjöldin mest á Egilstöðum, 10,3% eða um 46.756 og næst mest í Glerárhverfi á Akureyri um 7,7% eða 27.000 krónur.

Í Seljahverfinu í Reykjavík nemur hækkunin 3.22 prósentum, líkt og sjá má í töflunni:

Fasteignagjöldin lækkuðu mest í Keflavík sé miðað við 100 fm fjölbýli, -9,61% eða 28.722 kr. og næst mest í Njarðvík, -3,88% % eða um 10.223 kr. Sé miðað við 200 fm einbýli lækkuðu fasteignagjöldin mest á Ísafirði, -9,3% eða um 38.969 kr. og næst mest í Njarðvík, -4,4% eða um 24.364 kr.

14,9% hækkun á fasteignagjöldum í fjölbýli á Sauðárkróki
Fasteignagjöld skiptast í fasteignaskatt, lóðaleigu, fráveitugjöld, vatnsgjöld og sorphirðugjöld. Þau eru í flestum tilfellum reiknuð sem hlutfall af fasteigna- eða lóðamati nema sorphirðugjöld sem eru föst krónutala. Breytingar á fasteigna- og lóðamati hafa því áhrif á hina endalegu álagningu fasteignagjalda og er í samburðinum hér tekið tillit til þess.

Þá eru vatnsgjöld og fráveitugjöld í sumum tilfellum reiknuð sem föst krónutala auk gjalds á hvern fermetra íbúðarhúsnæðis. Erfitt getur verið að átta sig á heildarbreytingu sveitarfélaga á fasteignagjöldum þar sem breytingar á hverjum lið vega misþungt. Þannig eru fasteignaskattar t.d. yfirleitt mun hærri krónutala en vatnsgjöld og vega hækkanir á fasteignasköttum því þyngra en á vatnsgjöldum. Til að varpa betra ljósi á hvernig breytingar sveitarfélaga á fasteignagjöldum milli ára koma út í heild hafa þær verið teknar saman og reiknaðar út í krónutölum fyrir mismunandi tegundir húsnæðis.

Lesa má nánar um gjöldin á vef ASÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps