fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Eyjan

Atvinnuleysi á Íslandi tvöfaldast síðan 2017 – 40% atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. janúar 2020 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnuleysi mældist 4.2 % í desembermánuði. Það er mesta mælanlega atvinnuleysi síðan 2013,en þá voru 4.5 % án atvinnu. Þetta er tvöföldun á atvinnuleysi ef miðað er við desembermánuð árið 2017, en þá mældist atvinnuleysi 2.2 %. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar og RÚV greinir frá.

Líkt og Eyjan hefur áður greint frá voru aðeins um 2500 störf laus á síðasta ársfjórðungi 2019, samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands og mældist hlutfall lausra starfa um 1.1 %. Fjöldi atvinnulausra er hins vegar um 8.200 manns.

Karlar eru í meirihluta þeirra sem eru án atvinnu, eða 4.600. Konur eru 3.400. Þá eru um 40% atvinnulausra erlendir ríkisborgarar.

Samkvæmt spám Vinnumálastofnunar stefnir í aukið atvinnuleysi í janúar, eða 4.7 %.

Sjá einnig: Um 8000 manns atvinnulausir – Aðeins 2500 laus störf – Segir lífskjarasamninga leiða til frekari uppsagna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“