fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

„Ætti Sigurður Ingi ekki að segja af sér sem formaður?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. janúar 2020 14:24

Sigurður Ingi jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Miðað við stöðu Framsóknarflokksins eftir klofning hans, þar sem Framsókn mælist með um helming af fylgi Miðflokksins, ætti Sigurður Ingi ekki að segja af sér sem formaður?“

spyr fjölmiðlamaðurinn og sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson með vísun í fylgi Framsóknarflokksins og Miðflokksins, sem og þeirrar stöðu sem kom upp í Framsóknarflokknum þegar Sigurður Ingi fór gegn Sigmundi Davíð í formannskjöri eftir Wintris-málið:

„Ekki bara vegna stöðu flokksins heldur líka vegna þess að það var framboð hans til formanns sem klauf flokkinn. Samanlagt fylgi þessara flokka er um 21% miðað við Gallup og MMR, Miðflokkurinn er með um 60% af því og Framsókn 40%. Ekki ætla Framsóknarmenn að sætta sig við það?“

spyr Gunnar Smári.

Miðflokkur mælist betur

Samkvæmt síðustu mælingu MMR mælist Miðflokkurinn nú með 12.9%, en fékk 14.3% í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn fær nú 8.2% en fékk 8.3% síðast.

Gunnar Smári setur þetta í samhengi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn:

„Það væri álíka og ef Sjálfstæðisflokksfólk sætti sig við að 31-34% sameiginlegt fylgi Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar skiptist þannig að xD væri með 13% en Viðreisn 20%. Bjarni Benediktsson ber ábyrgð á klofningi Sjálfstæðisflokksins, hann gerðist á hans formannsvakt, en honum hefur þó tekist að halda 2/3 hlutum af fylginu.“

Kalt á milli

Einhver umræða hefur verið um sameiningu Framsóknarflokksins og Miðflokksins, en hún hefur ekki rist djúpt og flokkast í besta falli undir vangaveltur. Telja flestir að ekki sé nægjanlega gróið um heilt milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga og hirðar þeirra tveggja, til að sameiningarhugleiðingar teljist raunsæjar.

Ljóst er þó að stefnumál flokkanna eru byggð á svipuðum grunni, þó svo áherslurnar á kjörtímabilinu taki mið af því að aðeins annar flokkurinn er í ríkisstjórn, en hinn ekki.

Hinsvegar þykir ljóst, að meðan Miðflokkurinn er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn hvað fjölda þingmanna varðar, og mælist með stöðugt fylgi yfir kjörfylgi á yfirstandandi kjörtímabili, þykir hann standa vel að vígi fyrir næstu kosningar, árið 2021. Og ekki síst fyrir þær sakir að Sigurður Ingi ætlar að koma á vegtollum, sem er mál manna að gæti riðið honum að fullu sem stjórnmálamanni, ef málið gengur eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi