Laugardagur 29.febrúar 2020
Eyjan

Samfylkingin bætir við sig fylgi – Miðflokkur fer niður

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 20,3%, nær óbreytt frá mælingu MMR í desember. Mældist Samfylkingin með 16,8% fylgi, rúmlega tveimur prósentustigum hærra en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 12,9% fylgi, rúmu prósentustigi minna en við síðustu mælingu. Þá mældust Vinstri-græn með 11,1% fylgi og Píratar með 11,0% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 41,2%, samanborið við 39,0% í síðustu könnun.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 20,3% og mældist 20,0% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 16,8% og mældist 14,4% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 12,9% og mældist 14,3% í síðustu könnnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,1% og mældist 10,3% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 11,0% og mældist 11,8% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,5% og mældist 10,5% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,2% og mældist 8,3% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,1% og mældist 5,2% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 3,5% og mældist 4,0% í síðustu könnun.
Stuðningur við aðra mældist 1,5% samanlagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi