fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Árin líða – hrollvekjandi framtíð með ofurvenjulegum persónum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 01:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Years and Years eru athyglisverðir sjónvarpsþættir, breskir að uppruna. Í þeim er gerð tilraun til að segja framtíðarsögu – án þess þó að vera beint vísindaskáldskapur. Þetta er saga af nokkuð venjulegri fjölskyldu, þannig séð, einn bróðirinn er samkyneigður og á í sambandi við flóttamann, ein systirin er í hjólastól og verður afskaplega hrifin af stjórnmálakonu sem er sannur lýðskrumari. Svo er bróðirinn sem er bankamaður sem hefur misst allt og systirin sem er aktífisti og leggur allt í sölurnar fyrir málin sem hún berst fyrir eða gegn.

Þessar persónur eru í sjálfu sér ekkert sérlega eftirminnilegar, sumt í því er nánast eins og í sápuóperu, en það sem gerir þættina sérstaka er að þeir gerast í náinni framtíð með baksvið heimsatburða sem hafa áhrif á líf persónanna. Það er sprengd kjarnorkusprengja við strendur Kína, bankakerfið hrynur, ein persónan deyr af litlu sári vegna fjölónæmra sýkla, fasískt stjórnarfar magnast upp í Austur-Evrópu, samkynhneigðir eru ofsóttir þar og flýja, Evrópusambandið er í upplausn og BBC er lokað;  fólk missir vinnuna og þá er ekki neitt að leita nema í hark-hagkerfið þar sem atvinnan er ótrygg og launin léleg. Þegar svo líður á þættina ná popúlistar völdum í Bretlandi og stöðugt er þrengt að lýðræðinu og mannréttindum.

Þetta á allt að gerast á á árunum frá 2019 til 2034, byrjar með einhvers konar upplausnartilfinningu líkt og margir upplifa í dag – en þróast út í samfélag þar sem eru fangabúðir og andstyggilegt andrúmsloft. Maður er þó ekki skilinn eftir í algjöru vonleysi í lokin, flestar persónurnar eru alveg skikkanlegt fólk, en samt er víst að fær smá ónotatiflinningu gagnvart framtíðinni við áhorfið. En þetta er áhugaverð nálgun í frásögn – að nota ofurhversdagslegan stíl og ofurhversdagslegar persónur til að búa til framtíðarsögu, sem máski er ekki hrollvekja, en full af blikkandi viðvörunarljósum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“