Sunnudagur 26.janúar 2020
Eyjan

Hjólar í Þórdísi vegna Mountaineers of Iceland – „Dæmi um frjálshyggju-heilaþvott“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. janúar 2020 09:21

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Mountaineers of Iceland er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna vélsleðaferðarinnar á Langjökli á mánudag þrátt fyrir gula veðurviðvörun. Hefur Ferðamálastofa einnig krafið fyrirtækið um skýringar, en 39 manns biðu í marga klukkutíma eftir að björgunarsveitir kæmust til þeirra, eftir hrakningar á jöklinum.

Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sagði við Stöð tvö í gær að hún gerði þá kröfu að fyrirtæki fylgdu sínum eigin öryggisreglum og vildi vita hvort það hefði verið gert áður en því væri varpað á stjórnvöld, hvort regluverkið væri nægjanlega skýrt.

Skilur ekki hlutverk sitt

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalistaforingi, spyr hvernig beri að túlka þessi orð ráðherra:

„Þetta merkir að við erum með ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum sem telur að fyrirtæki að fyrst og síðast hafa eftirlit með sjálfri sér. Hún þykist ekki skilja kröfuna um að það sé hlutverk hins opinbera, að hafa eftirlit fyrir hönd almennings og neytenda, jafnvel þótt ríkisvaldið gefi út ferðaskrifstofuleyfi fyrir Mountaineers of Iceland sem önnur sambærileg fyrirtæki.“

Heilastöðvar Þórdísar þurrkaðar út

Gunnar Smári segir Þórdísi tala um ábyrgð fyrirtækjanna, en minnist ekkert á sína eigin ábyrgð:

„Hér virðist vera á ferðinni dæmi um frjálshyggju-heilaþvott sem hefur gengið of langt, það hefur verið eytt úr heilabúi ráðherrans hvert hlutverk ríkisvaldsins er. Sem skýrir margt um fullkomið verkleysi þessa ráðherra, sem hefur tekist að vera ráðherra ferðamála á mestum sveiflutíma nokkurrar atvinnugreinar (uppbyggingu, áföllum, vanþroska, gjaldþrotum) í sögunni án þess að gera nokkurn skapað hlut. Ráðherrann virðist því ekki haldinn hefðbundnum verk- og ákvörðunarkvíða heldur virðast þær heilastöðvar sem sinna eigi viðbrögðum, áætlunum og framkvæmd hafa verið þurrkaðar út.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjóri Landsvirkjunar – „Verið að keyra þetta verkefni verulega hratt áfram“

Forstjóri Landsvirkjunar – „Verið að keyra þetta verkefni verulega hratt áfram“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vandi Landspítalans leystur? – „Til allrar lukku hins vegar hefur ný nefnd verið skipuð“

Vandi Landspítalans leystur? – „Til allrar lukku hins vegar hefur ný nefnd verið skipuð“