fbpx
Sunnudagur 25.október 2020
Eyjan

Gefur lítið fyrir auglýsingaherferð – „Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 16. september 2020 15:12

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson gefur lítið fyrir herferðina sem nú er hafin á samfélagsmiðlum til að reka á eftir nýrri stjórnarskrá. Telur hann að um sýndarmennsku sé að ræða og segir umræðuna byggjast á rangfærslum. 

„Til er hópur fólks sem trúir því enn að samin hafi verið hér tímamótastjórnarskrá af fólki sem Jóhönnu-stjórnin svokallaða skipaði eftir að Hæstiréttur hafði ógilt kosningar til stjórnlagaþings,“ svo skrifar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í grein sem birtist í dag hjá Vísi. 

Auglýsing á samfélagsmiðlum, sem skartar mikið af frægustu ungstirnum landsins, hefur vakið mikla athygli. Brynjari þykir nokkuð lítið til hennar koma.

„Nú í sumar er mikið lagt undir til að afla stuðnings og áherslan er á ungmenni sem voru á bilinu 7-11 ára þegar þetta plagg var rissað upp í flýti um sumar seint í ágúst 2011 þegar þjóðin var í sárum í kjölfar bankahrunsins. Líklegast er til árangurs er að nota samfélagsmiðla unga fólksins og fá fræga fólkið til liðs við sig.“

Neyðarlegt

Brynjar segir myndböndin einkennast af sýndarmennsku auk þess sem þau séu uppfull af staðreyndavillum og vanþekkingu.

„Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna – svo mikið að mann langar helst að hoppa ofan í bjútíboxið.“

Símaskráin betri

Vill því Brynjar senda skilaboð til unga fólksins, sem lítur upp til þeirra frægu einstaklinga sem í myndböndunum bregður fyrir. Skilaboð um að þessi meinta stjórnarskrá sé ekki góð, hvorki fyrir land né þjóð og geti jafnvel orðið mjög skaðleg. Hún sé samin af einstaklingum sem hafi ekki verið til þess bærir.

„Má ætla að nýja símaskráin, sem einhverjir hafa verið að spyrjast fyrir um væri gagnlegri“ 

Brynjar segir það einnig minn misskilning að þjóðin hafi valið sér þessa stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu því þjóðaratkvæðagreiðslan hafi verið ráðgefandi og ekki lagalega bindandi.

„Það er auðvitað skýringin á því að innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þriðjungur þeirra sem tók þátt vildi ekki leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá.“

Vilji þjóðarinnar hafi hins vegar endurspeglast í næstu kosningum til Alþingis eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þær niðurstöður hafi sýnt fram á lítinn áhuga á nýrri stjórnarskrá. Óheiðarlegast í því sem Brynjar telur vera áróðursherferð sem nú er háð á samfélagsmiðum, eru fullyrðingar um tekjurnar af auðlindum landsins.

Óheiðarlegt

„Óheiðarlegast af öllu í þessum áróðri eru fullyrðingar að þjóðin fái einungis 19% af arði fiskveiðiauðlindarinnar og afgangurinn fari til örfárra fjölskyldna. Í fyrsta lagi er það beinlínis rangt enda tekur ríkissjóður 33% af afkomu veiða í veiðigjald auk tekjuskatts. Við það bætist aðrir skattar og gjöld eins og kolefnisskattur og aflagjald.“

Í öðru lagi bendir Brynjar á að ekki þurfi stjórnarskrá til að segja til um hvað ríkið taki til sín af arð vegna auðlindanna. Það séu lög Alþingis sem væri þess vegna hægt að breyta á morgun.

Hins vegar sér Brynjar einnig jákvæðar hliðar á meintri áróðursherferð.

„Góða við þessi myndbönd er að fræga fólkið hefur eitthvað að gera á þessum erfiðu Covid tímum. Þeir eru ekki blankir hjá Stjórnarskrárfélaginu.“

Hér má sjá eina auglýsinguna sem Brynjar er líklega að vitna til :

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Leví: „Við því segi ég: Bull“

Björn Leví: „Við því segi ég: Bull“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Alvotech fær níu milljarða í aukið hlutafé

Alvotech fær níu milljarða í aukið hlutafé
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjáðu þegar jarðskjálftinn reið yfir Alþingi

Sjáðu þegar jarðskjálftinn reið yfir Alþingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurjón segir þau vera verstu ráðherrana – „Ömurlegt viðhorf sem sýnir illan hug“

Sigurjón segir þau vera verstu ráðherrana – „Ömurlegt viðhorf sem sýnir illan hug“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flóðbylgja bréfatkvæða og flóknar og mismunandi reglur í bandarísku forsetakosningunum

Flóðbylgja bréfatkvæða og flóknar og mismunandi reglur í bandarísku forsetakosningunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sólveig ræddi launaþjófnað í Silfrinu – Samtök atvinnulífsins á móti sektarákvæðum

Sólveig ræddi launaþjófnað í Silfrinu – Samtök atvinnulífsins á móti sektarákvæðum