fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Sökklar steyptir undir smáhýsi í Gufunesi fyrir fólk í vímuefnavanda – Íbúar í Grafarvogi deila á framkvæmdirnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. september 2020 14:04

Sökklar undir smáhýsin. Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverðar deilur hafa staðið um smáhýsi sem borgin er að reisa fyrir fólk í vímuefnavanda í Gufunesi. DV greindi frá því í síðasta mánuði að harð andstaða væri við byggingu húsanna, meðal annars á þeim forsendum að þau væru nálægt íbúabyggð og fyrirtækjum, en ekki síður að málið hefði ekki verið kynnt á íbúafundi.

Sjá einnig: Íbúar í Grafarvogi mótmæla smáhýsum fyrir heimilislausa og kalla eftir íbúafundi

Umræða um smáhýsin hefur blossað upp á ný en á allt öðrum forsendum. Gagnrýnt er að húsin séu fjarri verslunum, þjónustu og afþreyingu, en langt er í allt slíkt þó að stutt sé íbúabyggð í Rimahverfi.

Arnór Valdimarsson er á meðal þeirra sem tjáð hafa sig um málið, meðal annars í Facebook-hópi íbúa. Hann hefur ekkert á móti bráðabirgðahúsnæði fyrir borgara í vanda en hefur ýmislegt við framkvæmdirnar að athuga. Fyrir utan staðsetninguna fjarri allri þjónustu staðhæfir hann (og er ekki einn um það) að framkvæmdirnar séu utan skipulags og í vegstæði Sundabrautur. Þessu heldur einnig fram Ólafur Kr. Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og leiðir hann líkur af því í viðtali við Morgunblaðið í vor að framkvæmdirnar séu liður í því að skaða áform um byggingu Sundabrautar.

Arnór tók meðfylgjandi myndir sem sýna að verið er að steypa varanlega sökkla undir smáhýsi sem eiga að vera færanleg. Arnór skrifar á Facebook:

„Ágætu Grafarvogsbúar. Hér eru Dagur og Sigurborg að steypa varanlega sökkla undir „5 færanleg smáhýsi“ í Gufunesi, eftir að hafa sprengt sig vel inn í klöppina. Í helgunarreit Sundabrautar! Án grenndarkynningar! Hvað kostar svona bruðl? Jarðverk og sprengingar ásamt uppsteypu til að setja niður „færanleg smáhús“? Hver er ábyrgur fyrir staðsetningu þeirra í legu Sundabrautar? Og kostnaði? Ásamt því að byggja svona utan skipulags? Þetta er klárt brot á samgöngusáttmálanum!“

Aðsend mynd.

Arnór segir í samtali við DV: „Dagur er vísvitandi að planta húsunum í Gufunesi í vegstæði og helgunarsvæði Sundabrautar á skipulagi sem er að sjálfsögðu í kortunum núna með nýjum samgöngusáttmála ríkis og sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta þarfnast útskýringa. Engir heilvita menn setja niður bráðabirgðahúsnæði með því að sprengja sig inn í klappir tugi metra með tilheyrandi kostnaði, þegar það er flatlendi allt í kring utan helgunarsvæðis Sundabrautar! Sannarlega er það fáránlegt að ætla að smygla þessu framhjá íbúum hverfisins og fulltrúum allra flokka til ósóma!“

Árni Guðmundsson, varaformaður Íbúasamtaka Grafarvogs og fulltrúi í Íbúaráði Grafarvogs, fer hörðum orðum um framkvæmdirnar í grein í Grafarvogsmálinu. Hann bendir á að engin kynning hafi farið fram um þessi mál í Íbúaráði Grafarvogs og breytingarnar ekki kynntar fyrir íbúum. Árni segir ennfremur:

„Sú ímynd sem fólk hefur af svona smáhýsum eru hýsin við Fiskislóð á Granda. Sú ímynd er þannig að fólk óttast að fá slíkt í sitt nærumhverfi enda ekkert raunhæft komið frá borgaryfirvöldum um að staðið verði öðruvísi að málum en þar.“

Árni hvetur borgar yfirvöld til að „fresta öllum þessum smáhýsaframkvæmdum þar til búið verður að kynna áformin fyrir íbúum og sýna fram á að um raunverulega skaðaminnkandi úrræði sé að ræða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna