fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020
Eyjan

Íbúar í Grafarvogi mótmæla smáhýsum fyrir heimilislausa og kalla eftir íbúafundi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. ágúst 2020 20:00

Lóðin við Stórhöfða sem ætluð er undir smáhýsin er á þessum slóðum. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil óánægja ríkir meðal sumra íbúa í Grafarvogi vegna áforma borgaryfirvalda um að reisa smáhýsabyggð fyrir heimilislausa við Stórhöfða. Snemma í sumar samþykkti skipulags- og samgönguráð nýtt deiliskipulag svo reisa megi smáhýsin. Þá þegar lýstu íbúar yfir óánægju sinni sem hefur verið ítrekuð undanfarna daga, meðal annars með greinarskrifum í nýjasta tölublað Grafarvogsblaðsins, auk þess sem ónefndur íbúi nálgaðist ritstjórn DV vegna málsins.

Íbúinn benti á að kallað sé eftir íbúafundi um málið. Íbúar beini jafnframt óánægju sinni ekkert síður gegn Valgerði Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en borgarstjórnarmeirihlutanum, en hún hafi greitt atkvæði með málinu í skipulagsráði. Valgerður er íbúi í hverfinu. Annar borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, sat einnig umræddan fund í skipulagsráði og greiddi atkvæði með tillögunni.

„Telja íbúarnir að þarna hafi verið komið í veg fyrir rétt þeirra til að koma skoðunum sínum á framfæri um þessi mál. Telja íbúarnir líka að þessi ákvörðun hafi farið mjög leynt og aldrei verið ætlunin að vera í samráði við íbúa og eru þeir vonsviknir yfir því að enginn hafi talað máli hverfisins þegar þetta var ákveðið,“ segir ónefndi íbúinn við DV.

Fréttablaðið fjallaði um málið fyrr í sumar. Í þeirri frétt lýstu bæði íbúar og fyritækjaeigendur í hverfinu yfir óánægju sinni með áformin. Í umsögn skipulagsráðs sem samþykkti breytingu á aðalskipulagi segir hins vegar: „Úthlutun í smáhýsi veitir íbúum tækifæri á því að lifa sínu lífi, innan veggja heimilis síns. Með því að koma upp smáhýsum er verið að stuðla að öruggu húsnæði fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda.“

„Eins og borgarbúum sjálfum komi borgin ekkert við lengur“

Jón Þór Ásgrímsson, íbúi í Grafarvogi, skrifar grein um málið í nýjasta tölublað Grafarvogsblaðsins. Í greininni segir meðal annars: „Þessi skaðaminnkunarúrræði eru á vegum Reykjavíkurborgar. Þeim er ætlað að skjóta skjólshúsi yfir heimilislausa einstaklinga sem eru í neyslu. Að sjálfsögðu þarf að koma þeim til hjálpar sem eru að meira eða minna leyti ósjálfbjarga vegna ofneyslu vímuefna. En þannig úrræði eru án efa flókin og vandmeðfarin og ég sé ekkert sem bendir til þess að slík úrræði eigi heima inni í fjölskylduhverfi eins og Grafarvogi. Ef svo er, þá ættu borgaryfirvöld að greina íbúum hverfisins frá þessum fyrirtætlunum, rökstyðja þessa nýju stefnu sína og gefa íbúðunum tækifæri á að koma fram með andmæli,“ skrifar Jón og hvetur til að íbúafundur verði haldinn um málið.

Jón segir ennfremur:

„Það vekur athygli hvað borgaryfirvöld hafa farið hljótt með þessa ákvörðun sína. Mér finnst borgaryfirvöld vera farin að haga sér þannig, eins og borgarbúum sjálfum komi borgin ekkert við lengur.“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Punktar úr pólitík – Þetta bar hæst í vikunni

Punktar úr pólitík – Þetta bar hæst í vikunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið