fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Bendir á meinta hræsni Áslaugar – „Sjálfstæðisflokks-konur eru Sjálfstæðisflokks-konum bestar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 12. september 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vakti athygli á meintri hræsni dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sveinbjörnsdóttur, í fatavali í færslu á Facebook í gær. 

Sólveig birti mynd af dómsmálaráðherra í bol með áletruninni „Konur eru konum bestar“ og setti fataval ráðherra í samhengi við framkomu hennar í málefnum flóttafólks á Íslandi

„Dómsmálaráðherra gengur í bol sem á stendur „Konur eru konum bestar“ þegar háttsettar konur innan Sjálfstæðisflokksins eru í vandræðum. En þegar að Doaa, kona sem hefur dvalið hér í 2 ár, kona á flótta undan óbærilegum aðstæðum, kona sem kannski hélt að sökum þess að Ísland er jú svo glæsileg jafnréttisparadís að hún gæti fengið að setjast hér að, fengið hér skjól, fengið hér frið, þarf á stuðningi að halda þá gildir slagorðið ekki lengur.“ 

Telur Sólveig ljóst að kvennasamstaða sú sem Áslaug auglýsir með fatnaði sínum nái ekki út fyrir flokk ráðherra.

„Kona sem hefur ekki verið í flokknum, kona sem fer ekki í kostaðar skemmtiferðir með áhrifavöldum, hún er ekki konan sem dómsmálaráðherra vill vera best.“ 

Sólveig biður fólk að læra af þessu að frjálslyndir femínistar noti málstað femínisma aðeins þegar það hentar þeim sjálfum.

„Reynum að læra þessa lexíu. Hættum meðvirkninni með ruglinu: Frjálslyndur femínismi valdastéttarinnar er ekkert meira en tækifæri til að nota herskáa baráttu kvenna fyrir réttlæti í gegnum aldirnar, samstöðu kvenna í því að segja skilið við ofbeldisfullt kerfi rasisma og stéttaskiptingar, í þeim tilgangi að stöðva málefnalega gagnrýni á flokkssystur sínar þegar þær eru í vandræðum.“ 

Telur Sólveig að skilaboð Sjálfstæðisflokks séu skýr.

„Brúnu, valdalausu, eignarlausu flóttakonurnar verða bara að fokka sér“ 

Hvetur því Sólveig Áslaugu til að fá sér bol sem segi sannleikann:

„Sjálfstæðisflokks-konur eru Sjálfstæðisflokks-konum bestar. Hinar koma okkur ekki við.“ 

Útlendingamál hafa verið í brennidepli undanfarna viku vegna egypskrar fjölskyldu með fjögur börn sem á að vísa á brott úr landi á miðvikudaginn. Fjölskyldan hefur dvalið hér í tvö ár. Áslaug hefur verið harðlega gagnrýnd vegna málsisn en hún hefur meðal annars sagt hún ætli sér ekki að gera reglugerðarbreytingar til að bjarga einstaka fjölskyldum sem leiti á náðir fjölmiðla.

Sjá einnig: : Ummæli Áslaugar vekja mikla reiði – „Þetta er ekkert nema hrein og bein mannvonska og ógeð“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“