fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

BHM krefjast aðgerða – Hærri bætur, nám fyrir atvinnulausa og aðgerðir fyrir listamenn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandalag háskólamanna (BHM) skorar á stjórnvöld að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp á íslenskum vinnumarkaði og kallar eftir tafarlausum aðgerðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„BHM skorar á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar til að bæta afkomuöryggi fólks sem misst hefur vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins.“

BHM vilja enn fremur sjá grunnupphæð atvinnuleysisbóta hækkaða, en hún er í dag 289.510 kr., og einnig að atvinnuleitendum verði gert kleift að stunda nám án þess að það skerði rétt þeirra til atvinnuleysisbóta. Jafnframt kalla BHM eftir aðgerðum til að tryggja listafólki framfærslu.

Meira en 4.500 háskólamenntaðir einstaklingar eru án atvinnu í dag. En BHM bendir á að þetta séu 85% fleiri heldur en í kjölfar efnahagshrunsins 2008.  Þeir sem missa vinnuna í dag verði fyrir miklu fjárhagslegu áfalli og missi af því er jafngildir 55 prósent ráðstöfunartekna að meðaltali á ársgrundvelli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“