fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Ágúst Ólafur kemur stjórnarandstöðunni til varnar – Telur upp 22 tillögur sem ríkisstjórnin felldi

Heimir Hannesson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 16:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kom stjórnarandstöðunni til varnar á Facebook í dag, en hún hefur verið sökuð um aðgerðaleysi og að hafa lagt lítið til í viðbrögðum hins opinbera við Covid faraldrinum. Ágúst kallar það „sérkennilega umræðu.“

Heyrst hefur af sérkennilegri umræðu um að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lítið lagt fram þegar kemur að aðgerðum vegna Covid-faraldurins. Sannleikurinn er svo fjarri lagi og hef ég því tekið saman helstu beinhörðu tillögurnar sem við höfum lagt fram á Alþingi. Þetta verður ekki skýrara en við höfum svo sannarlega reynt að leggja okkar af mörkum á tímum neyðarástands þar sem við ættum öll að sitja við borðið og vinna saman.

Ágúst birtir svo í kjölfarið lista af 22 aðgerðum sem stjórnarandstaðan lagði til með einum eða öðrum hætti og hvetur lesendur til þess að kynna sér hverja tillögu fyrir sig „til að sjá hvað var fellt í raun og veru.“

Að lokum spyr Ágúst: „Á þessi ríkisstjórn ekki að hætta þessum gamaldags skotgrafahernaði og baktjaldamakki og fara að hleypa fleirum að borðinu?“

Listinn er hér í heilu lagi eins og Ágúst birtir hann:

1. Auknir fjármunir í nýsköpun, tækni, menningu og skapandi verkefni
2. Auknar álagsgreiðslur til starfsfólks í framlínu faraldursins
3. Hækkun atvinnuleysisbóta (sem eru bara 243 þús eftir skatt)
4. Skilyrða opinbera aðstoð við fyrirtæki sem nýta sér ekki skattaskjól
5. Heimila námsmönnum að fá atvinnuleysisbætur
6. Viðbótarfjárfestingar í vegakerfið og flýting verkefna
7. Auknir fjármunir til framhalds- og háskóla vegna Covid.
8. Aukin hækkun á þaki á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar
9. Lækkun tryggingargjalds fyrir minni fyrirtæki
10. Auknir styrkir til fyrirtækja og einyrkja sem þurftu að loka
11. Aukinn stuðningur við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir vegna Covid
12. Auknar eingreiðslur til öryrkja og eldri borgara
13. Aukinn stuðningur við SÁÁ og fjölgun NPA-samninga
14. Aukinn stuðningur við fjölskyldur langveikra barna vegna Covid
15. Aukinn stuðningur við hjálparsamtök sem sinna auknum matarúthlutunum vegna faraldursins
16. Aukinn stuðningur við kvikmynda- og sjónvarpsgerð
17. Frysting lána hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
18. Aukinn stuðningur til fjölmiðla
19. Auknir fjármunir til íþróttafélaga
20. Auknir fjármunir í skógrækt, framkvæmdasjóð ferðmanna og við gerð göngu- og hjólastíga til atvinnusköpunar
21. Aukin grænmetisframleiðsla
22. Þá hefur ítrekað verið kallað eftir átaki í fjölgun starfa (þar með talið opinberra starfa sem annar leiðtogi ríkisstjórnarinnar kallaði „verstu hugmynd allra tíma“). Nú hafa 20.000 störf horfið á þessu á ári og spáð er auknu atvinnuleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“