fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Eyjan

„Þetta er tap á alla kanta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 15:51

Mynd: Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kemur fram í fréttaþættinum 21 á Hringbraut í kvöld. Í viðtali við Lindu Blöndal ræðir hann ákvarðanir um menningarviðburði í borginni  á tímum COIVD-19. Þátturinn er sendur út frá heimili Lindu vegna sóttkvíar.

Stórum viðburðum hefur verið aflýst í borginni vegna faraldursins, Hinsegin dögum og Gleðigöngunni, og Menningarnótt. Hins vegar tókst að dreifa hátíðarhöldum á 17. júní út um hverfi borgarinnar. Fyrirhugað var að skipuleggja Menningarnótt með dreifingu viðburða í huga en frá því var horfið.

„Missirinn af því að hafa þurft að aflýsa þessum viðburðum er auðvitað mikill en um leið töldum við það eina ábyrga í stöðunni,“ segir Dagur.

Skjáskot Hringbraut

Dagur segir að borgin hafi áætlanir um að koma til móts við þá listamenn sem ekki ná að koma fram og fengu styrki. „Þetta er tap á alla kanta“, segir Dagur.  Segir hann að því verði sýndur mikill skilningur að kostnaður hafi fallið til vegna fyrirhugaðra viðburða og ekki verði beitt hörku við að endurheimta styrkina. Er listafólkinu gefinn kostur á að setja verkin upp síðar.

„Við höfum að öllu sem að borginni snýr bara reynt að setja okkur í annarra spor,“ segir Dagur.

Dagur segir aðallega tvo viðburði hafa orðið til þess að á endanum var Menningarnótt slegin af því ýmsir möguleikar voru áður í stöðunni. Nefnir hann sérstaklega reynsluna frá Vestamannaeyjum um verslunarmannahelgina þar sem Þjóðhátið var slegin af en fólk hafi engu að síður streymt til Eyja og upp komu mörg smit í kjölfarið.

„Og svo Ólafsvakan í Færeyjum sem voru taldar vera veirufrítt land, en þau héldu Ólafsvökuna og ætluðu að hafa einhverjar takmarkanir, en nýgreind smit í Færeyjum eru núna miklu fleiri en á Íslandi og heljarmikill pakki fyrir Færeyinga til þess að takast á við. Þannig að það var skynsamlegast að slá Menningarnótt alveg af,“ segir Dagur.

„Við vissum líka að Menningarnótt á bara þann stað í hjarta borgarbúa og gesta borgarinnar að ef fólk veit að það er flugeldasýning í restina þá bara mætir það.“

Frétta- og umræðuþátturinn 21 er á dagskrá kl.21 í kvöld, hann verður endursýndur og má finna þáttinn á flakkinu líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar: „Kirkjan ekki tekið neina afstöðu til dánaraðstoðar“

Sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar: „Kirkjan ekki tekið neina afstöðu til dánaraðstoðar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nokkur spjót standa á Dóru Björt fyrir ummælin um Eyþór og miðbæinn á Selfossi

Nokkur spjót standa á Dóru Björt fyrir ummælin um Eyþór og miðbæinn á Selfossi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður segir óveðursskýin vofa yfir þjóðinni

Sigurður segir óveðursskýin vofa yfir þjóðinni