fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

„Þetta er tap á alla kanta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 15:51

Mynd: Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kemur fram í fréttaþættinum 21 á Hringbraut í kvöld. Í viðtali við Lindu Blöndal ræðir hann ákvarðanir um menningarviðburði í borginni  á tímum COIVD-19. Þátturinn er sendur út frá heimili Lindu vegna sóttkvíar.

Stórum viðburðum hefur verið aflýst í borginni vegna faraldursins, Hinsegin dögum og Gleðigöngunni, og Menningarnótt. Hins vegar tókst að dreifa hátíðarhöldum á 17. júní út um hverfi borgarinnar. Fyrirhugað var að skipuleggja Menningarnótt með dreifingu viðburða í huga en frá því var horfið.

„Missirinn af því að hafa þurft að aflýsa þessum viðburðum er auðvitað mikill en um leið töldum við það eina ábyrga í stöðunni,“ segir Dagur.

Skjáskot Hringbraut

Dagur segir að borgin hafi áætlanir um að koma til móts við þá listamenn sem ekki ná að koma fram og fengu styrki. „Þetta er tap á alla kanta“, segir Dagur.  Segir hann að því verði sýndur mikill skilningur að kostnaður hafi fallið til vegna fyrirhugaðra viðburða og ekki verði beitt hörku við að endurheimta styrkina. Er listafólkinu gefinn kostur á að setja verkin upp síðar.

„Við höfum að öllu sem að borginni snýr bara reynt að setja okkur í annarra spor,“ segir Dagur.

Dagur segir aðallega tvo viðburði hafa orðið til þess að á endanum var Menningarnótt slegin af því ýmsir möguleikar voru áður í stöðunni. Nefnir hann sérstaklega reynsluna frá Vestamannaeyjum um verslunarmannahelgina þar sem Þjóðhátið var slegin af en fólk hafi engu að síður streymt til Eyja og upp komu mörg smit í kjölfarið.

„Og svo Ólafsvakan í Færeyjum sem voru taldar vera veirufrítt land, en þau héldu Ólafsvökuna og ætluðu að hafa einhverjar takmarkanir, en nýgreind smit í Færeyjum eru núna miklu fleiri en á Íslandi og heljarmikill pakki fyrir Færeyinga til þess að takast á við. Þannig að það var skynsamlegast að slá Menningarnótt alveg af,“ segir Dagur.

„Við vissum líka að Menningarnótt á bara þann stað í hjarta borgarbúa og gesta borgarinnar að ef fólk veit að það er flugeldasýning í restina þá bara mætir það.“

Frétta- og umræðuþátturinn 21 er á dagskrá kl.21 í kvöld, hann verður endursýndur og má finna þáttinn á flakkinu líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun