fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Guðni varar við beiskju

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, varar landsmenn við að falla í beiskju eða leita að blórabögglum nú þegar grípa þarf til hertari samkomutakmarkana á ný vegna fjölgunar COVID-19 smita. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu á Facebook-síðu forsetaembættisins. Forsetinn brýnir landsmenn einnig til að sýna aðgát og skynsemi um helgina:

„Kæru landsmenn.

Á hádegi á morgun ganga í gildi nýjar og hertar reglur á mannamótum, til varnar veirunni skæðu. Ég hvet ykkur öll til að kynna ykkur þær á heimasíðunni www.covid.is og www.covid.is/tilkynningar. Ég hvet fólk líka til að sýna áfram seiglu og samstöðu í glímu okkar við vágestinn. Beiskja eða leit að blóraböggli gagnast engum í miðjum klíðum og takist okkur vel upp núna er von til þess að unnt verði að létta þessum hömlum við fyrstu hentugleika.

Ný fyrirmæli hafa að sjálfsögðu áhrif á fundi og aðra viðburði sem tengjast forsetaembættinu. Innsetningarathöfn 1. ágúst verður þannig með allt öðru og minna sniði en venja er.

Við erum öll almannavarnir og þetta er ekki innantómur frasi. Höldum áfram að þvo okkur vel um hendur, virðum tveggja metra mannhelgi utan heimilisins og notum andlitsgrímur eins og þörf krefur.

Sýnum líka aðgát og skynsemi um helgina. Því færri og minni sem fjöldasamkomurnar verða núna, því minni verða líkurnar á hópsmitum og vandræðum við að leita uppruna þeirra. Verum hluti lausnarinnar en ekki vandans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun