fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 10:32

mynd/piratar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Sigrún Þórólfsdóttir, pírati af Suðurnesjum og stjórnarmaður í samtökunum Andstæðingar stóriðju, fer hörðum orðum um afskipti atvinnurekanda og segir að lífeyrissjóðina vera illa nýtta, fjárfestingastefnan léleg og afskipti atvinnurekenda ámælisverð. Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum lífeyrissjóðanna undanfarin misseri.

Margrét skrifar:

Er yfirlýsing Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR út úr öllu korti? Sitt sýnist hverjum í því máli. Ragnar Þór er formaður stéttarfélags og samkvæmt því á hann að vinna fyrir fólkið sem er í því stéttarfélagi. Háværar raddir frá fólkinu í hans félagi og einnig öðrum stéttarfélögum er að lífeyrir þeirra sé illa fjárfestur og sé notaður í víðsjáverðar fjárfestingar. Hvað sem því líður þá eru þessir lífeyrissjóðir okkar landsmanna og fjárfesting er við ljúkum vinnuskyldu okkar á vinnumarkaði. Þess vegna er mikilvægt að vanda vel þær ákvarðanir hvar best sé að fjárfesta og hvar ekki.

Margrét segir jafnframt að atvinnurekendur telji sig rétthærri en sjóðfélagar í ákvarðanatöku um fjárfestingar lífeyrissjóðanna:

Eru það skilaboðin á miðað við skrif síðustu daga að eigendurnir/sjóðfélagar eiga helst ekkert að vera að skipta sér af hvað verður um peningana sem þeir leggja inn í þessa sjóði mánaðarlega en atvinnurekendur eigi alfarið að hafa ráðstöfunarrétt á því hvar skal fjárfesta, telja þeir sig rétthærri en eigendur sjóðanna. Það er mjög mikilvægt að við drögum lærdóm af fyrrum fjárfestingum sem hafa valdið lífeyrissjóðum fjárhagstjóni og tapað milljörðum króna í misvitrum fjárfestingum í gegnum tíðina .

Heildartap lífeyrissjóðanna, segir Margrét, hafa verið um 500 milljarðar, á milli 2008 og 2010. Segir Margrét ennfremur að fjárfestingin í kísilveri á Bakka hafi verið afleit ákvörðun.

Samkvæmt frétt í Viðskiptablaðinu þann 22. apríl 2020 er fjallað um afskriftir Lífeyrissjóðanna á fjárfestingu sinni í Kísilverinu á Bakka í Húsavík og „Samkvæmt ársreikningum fjögurra lífeyrissjóða sem samanlagt fara með helmingshlut í Bakkastakki hafa þeir fært virði ríflega 1,4 milljarða hlutafjár niður um 90% og meta virði hlutafjárins nú á um 145 milljónir króna“.

Berst þá talið að United Silicon í Helguvík, en Margrét barðist ötullega gegn uppbyggingu stóriðju á svæðinu og var meðal annars stjórnarmaður í samtökunum Andstæðingar stóriðju. Margrét segir:

Frétt í Kjarnanum 20. Ágúst 2017 er fjallað um að Festa lífeyrissjóður hafi sett 875 milljónir króna í United silicon kísilverksmiðjuna í Helguvík og að samtals hafa íslenskir lífeyrissjóðir fjárfest samtals 2,2 milljarða króna í verkefnið. Það eru Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna. Allir þessir lífeyrissjóðir hafa orðið fyrir fjárhagstjóni og tapað öllum sínum peningum í þessari fjárfestingu.

Margrét segir það mjög eðlilegt að sjóðfélagar séu uggandi yfir fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna í ljósi milljarða tap þeirra undanfarin ár. Eina í stöðunni sé því að lífeyrisþegar eigi jafnt vægi innan stjórna lífeyrissjóðanna og atvinnurekendur.

Eftir þessa upptalningu á fréttum og fleiri frettum sem fjalla um tap lífeyrissjóðanna upp á milljarða króna er það þá ekki eðlilegt að launþegar séu uggandi um þær fjárfestingar sem lífeyrissjóðirnir ráðast í. Alla veganna eru lífeyrisþegar að vakna vegna taps sjóðanna og vilja hafa eitthvað að segja um þessa sjóði. Því ef þú leggur fjármuni þína í sjóð þá ættir þú að ráða hvernig því fé sé ráðstafað eða hverju það er fjárfest í. Þess vegna er sú háværa krafa komin upp að lífeyrisþegar eigi að hafa jafnt vægi innan stjórna lífeyrissjóðanna eins og atvinnurekendur hafa. Ef þörf er á þéttari vörnum kringum lífeyrissjóðina þá ætti sú krafa að vera eðlileg.

Að lokum veltir Margrét upp spurningum sem almenningur og stjórnir lífeyrissjóðanna þurfi að spyrja sig „því launþegar og lífeyrisþegar eiga rétt á svörum frá þeim sem og öðrum er málið varðar.“

  1. Getur það verið að atvinnurekendur telji að lýðræðisvæðing lífeyrissjóða sé ógn við völd þeirra innan lífeyrissjóðanna?
  2. Hver á að hafa aðhald með fjárfestingum innan lífeyrissjóðanna ef ekki má gagnrýna stefnu þeirra eða benda á hvað áhættan sé mikil eða lítil þegar fjárfesta á í lélegum eða góðum fyrirtækjum?
  3. Hver er ábyrgð stjórnarmanna gagnvart eigendum sinum til dæmis gagnvart ávöxtun sjóðanna í áhættu sæknum fjárfestingum sem engu hafa skilað nema tapi?
  4. Eiga stórir aðilar í viðskiptalífinu að geta gengið að því vísu að fá fé úr lífeyrissjóðunum landsmanna?
  5. Hvers vegna eiga lífeyrissjóðir alltaf að leggja sýna peninga í ónýt fyrirtæki sem eru löngu gjaldþrota?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“