fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sólveig þakkar Davíð – „Ég er ógeðslega innrætt meri, þjófur, galin og ógæfa þjóðarinnar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 17. júlí 2020 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið fór ófögrum orðum um formann Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, í Staksteinum í dag og var þar sömuleiðis skotið föstum skotum að Fréttablaðinu fyrir að skrifa í leiðara blaðsins á miðvikudag að Sólveig Anna væri sá mesti hvalreki sem skolað hefði á fjörur verkafólks um árabil.

Staksteinar eru ritstjórnarefni í Morgunblaðinu sem að jafnaði eru eignuð annars ritstjóra blaðsins, Davíð Oddssyni.

Sólveig svarar Staksteinum í færslu sem birtist á Facebook í dag þar sem hún í kaldhæðni Davíð fyrir að standa ávallt vaktina fyrir frelsið í landinu.

Ógæfa þjóðarinnar

„Ritstjóra Morgunblaðsins var brugðið, réttilega, þegar í Fréttablaðinu birtist fyrir nokkrum dögum leiðari þar sem aldrei þessu vant var ekki ausið yfir mig svívirðingum. Fyrrum Seðlabankastjóri og fínn maður að eilífu veit að svona lausung hjá Fréttablaðinu er slæm, lesendur verða að geta treyst því að í leiðurum þar sé ævinlega farið með rétt mál: Ég er ógeðslega innrætt meri, þjófur, galin og alls ekki of sterkt til orða tekið að kalla mig ógæfu þjóðarinnar.“

En sem betur fer, segir Sólveig Anna, hefur Davíð aðgang að sínum eigin ritstjórnarvettvangi þar sem hann getur leiðrétt svona hneisu og minnt landsmenn á að eitt sinn var Sólveig Anna ákærð fyrir innrás á Alþingi í mótmælum tengdum efnahagshruninu 2008.

„En fyrrum forsætisráðherra hefur auðvitað aðgang að sínu eigin ritstjórnarplássi, guð sé lof fyrir það, og getur flýtt sér að minna á sannleikann og það sem mestu máli skiptir: Ef allt væri með felldu í lýðræðisríkinu Íslandi værum ég og mitt glæpaeðli í fangelsi.“

Megi guð á himnum forða okkur frá því

Davíð er að sögn Sólveigar duglegur að minnast þess að saksóknari hafi farið fram á hámarks refsingu yfir þeim níu einstaklingum sem voru ákærði í málinu, eða 16 ár og hafi það verið sökum hugleysis dómara sem ákærðu voru sýknum í megindráttum.

nákvæmlega nógu löng fangelsisdvöl fyrir svona ógeðslegar manneskjur eins og mig og annað mótmælahyski.“

Sólveig segir að Davíð sé sannfærður um að vægir dómar í málinu hafi vegið að frelsi í landinu, frelsi sem verði að vernda.

„Ef það verður aftur látið gerast að fólk sleppi við að sitja 16 ár í fangelsi fyrir að „vanhelga“ Alþingishúsið er ekki langt í að við verðum eins og hvert annað einræðisríki. Megi Guð á himnum forða okkur frá því“

„Takk Davíð fyrir að standa ávallt vaktina fyrir frelsið. Hvar værum við án þín?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu