fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Sigurborg Ósk: Áratugir frekra karla liðnir – gagnrýnir Davíð Oddsson í grein í Morgunblaðinu

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 13. júlí 2020 13:26

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir talar fyrir betri almenningssamgöngum og færri einkabílum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, skrifar aðsenda grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni: „Einkabíllinn er ekki framtíðin.“

Þar segir Sigurborg: „Ára­tug­ir þar sem mönn­um líkt og Davíð Odds­syni og Robert Moses fannst sjálfsagt að fórna öllu fyr­ir hraðbraut­ir eru í dag hluti af fortíðinni. Þetta eru ára­tug­ir þar sem frek­ir karl­ar og ómann­eskju­leg verk­fræði sköpuðu í sam­ein­ingu það bílaum­hverfi sem ein­kenn­ir marg­ar vest­ræn­ar borg­ir. Öllu skyldi fórna fyr­ir einka­bíl­inn, hvort sem um var að ræða fá­tækra­hverfi í New York eða Foss­vogs­dal­inn í Reykja­vík.“

Sem kunnugt er var Davíð Oddsson bæjarstjóri Reykjavíkurborgar þegar lögð var áhersla dreifingu byggðar frekar en uppbyggingu almenningssamgangna og Robert Moses var hugsuðurinn á bak við uppbyggingu hraðbrautarkerfis New York-borgar á sínum tíma frekar en að efla almenningssamgöngur.

„Í dag er Davíð Odds­son kom­inn upp í Há­deg­is­móa og Robert Moses und­ir græna torfu. Í dag er Reykja­vík að byggja hús­næði fyr­ir heim­il­is­laust fólk, að vernda græn svæði og fækka einka­bíl­um. Minnka um­ferðar­hraða og for­gangsraða gang­andi fyrst. Skapa hæg­an púls með minni meng­un og meira af gróðri þar sem þú nýt­ur til­ver­unn­ar, hvort sem þú ert á leiðinni til vinnu eða að hitta vin­konu,“ segir Sigurborg ennfremur.

Hún segir að færri akreinar fyrir bíla og færri bílastæði færi fólki svo miklu meira en hreinna loft. „Færri bíla­ak­rein­ar og færri bíla­stæði færa okk­ur svo miklu meira en hreinna loft. Þau færa okk­ur aukið pláss fyr­ir borg­ar­línu og fyr­ir hús­næðis­upp­bygg­ingu. Sem fær­ir okk­ur minni um­ferðartaf­ir og lægri sam­göngu­kostnað. Sem fær­ir okk­ur auk­inn frí­tíma og auk­in lífs­gæði. Fjár­fest­ing sem skap­ar ekki víta­hring held­ur sjálf­bær­an hring.“

Greinina í heild sinni má lesa í Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“