fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 6. júlí 2020 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn sem þurftu að fara í sóttkví vegna afskipta af einstaklingum sem grunaðir voru um COVID-19 smit fá ekki greitt fyrir sóttkví og fá ekki aukinn frítökurétt vegna vaktafrídaga sem þeir eiga rétt á á meðan á sóttkvínni stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB, sem hafa sent öllum lögreglustjórum landsins erindi þar sem þess er krafist að lögreglumenn í sóttkví fái greitt og fái að fresta vaktafríi þar til eftir sóttkví.

„Lögreglumenn eru framlínufólk í öllum skilningi þess orðs. Þeir mæta almennt fyrstir á vettvang og hafa ekki val um það hvort þeir sinni útkalli þegar eftir þjónustu þeirra er leitað. Þeir eru oftar en ekki ómeðvitaðir um það hvað bíður þeirra og eru berskjaldaðir gagnvart utanaðkomandi ógn eins og smitsjúkdómum“, segir meðal annars í erindi BSRB til lögreglustjóranna.

BSRB telur með öllu óásættanlegt að framlínu fólki eins og lögreglumönnum sé ekki bættur sá frítími sem þeir neyðist til að eyða í sóttkví sem þeir fara í sökum starfa sinna. Bandalagið krefst þess að lögreglumenn fái greiddar yfirvinnustundir fyrir þann tíma sem þeir verja í sóttkví utan skilgreindra vakta. Það sé eðlilegt í ljósi þeirrar áhættu sem þeir taka í störfum sínum sem og vegna þess að við sóttkví glatið þeir dýrmætum frítíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær