fbpx
Mánudagur 03.ágúst 2020
Eyjan

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 29. júní 2020 09:24

Mynd: Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag rennur út fresturinn sem Icelandair gaf sér til að ná samkomulagi við leigusala sína, Boeing og færsluhirði. Samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallar Íslands verður áfram reynt að ná samkomulagi við hagaðila í júlímánuði og hefur hlutafjárútboði sem fram átti að fara í júlí, verið frestað til ágústmánaðar. Kjarninn greinir frá.

Í tilkynningunni segir einnig að ef samningsviðræðurnar skili ekki árangri þurfi félagið að fara aðrar leiðir og vera án ríkisábyrgðar á nýju lánsfé, sem gæti tekið allt að einu ári og þyrfti félagið því að óska eftir greiðslustöðvun.

Sagt er að fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair, sem byggi á gagnkvæmum samningum við kröfuhafa, sé besta leiðin fyrir félagið til að tryggja hagsmuni allra aðila.

Handbært fé Icelandair Group telur um 21 milljarð króna, eða um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem sagt er umfram þriggja mánaða rekstrarkostnað í núverandi aðstæðum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Ingi sér rautt yfir Sigmundi Davíð – Lilja sögð stefna á formannsstól

Sigurður Ingi sér rautt yfir Sigmundi Davíð – Lilja sögð stefna á formannsstól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins

Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ragnar Þór stendur við yfirlýsinguna um að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair

Ragnar Þór stendur við yfirlýsinguna um að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gunnar Smári sendir stjórnendum Icelandair væna pillu – „Þetta getur því ekki endað nema illa“

Gunnar Smári sendir stjórnendum Icelandair væna pillu – „Þetta getur því ekki endað nema illa“