fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Segja Miðflokkinn halda Alþingi í gíslingu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júní 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólíklegt er að hægt verði að ljúka þingstörfum á tilsettum tíma, það er næsta fimmtudag, að mati flestra þingflokksformanna. Þingflokksformenn stjórnarflokkanna segja þingmenn Miðflokksins halda þinginu í gíslingu með málþófi um samgönguáætlun en umræður um frumvarpið stóðu yfir fram á nótt á föstudaginn og allan laugardaginn.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Segist blaðið hafa heimildir fyrir að ekki sé full samstaða innan ríkisstjórnarflokkanna um öll stjórnarfrumvörp og ekki víst að hægt verði að afgreiða frumvarp um breytingar á sendiherraskipan og hlutdeildarlán fyrir sumarlok. Einnig þykir ljóst að ekki náist að koma frumvarpi um breytingar á útlendingalögum í gegnum þingið. Samkvæmt því verður hægt að flýta brottvísun hælisleitenda sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evrópuríki.

Morgunblaðið hefur eftir  Birgi Ármannssyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, að óeðlilegt sé að umræður um eitt dagskrármál, samgönguáætlun, standi yfir í heila viku. Haft er eftir honum að Miðflokkurinn standi einn að málþófi en aðrir stjórnarandstöðuflokkar haldi sig til hlés í skjóli Miðflokksins og geri kröfur um að ríkisstjórnarmál verði tekin af dagskrá í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er.

„Auðvitað er ljóst að þetta verða færri mál en við reiknuðum með fyrir einhverjum vikum síðan, en það er hins vegar ekki þannig að stjórnarandstaðan hafi ótakmarkað neitunarvald. Engin ríkisstjórn getur sætt sig við að minnihlutinn ráði ferðinni.“

Er haft eftir Birgi.

Blaðið hefur eftir Gunnari Braga Sveinssyni, þingflokksformanni Miðflokksins, að raunhæft sé að ljúka þingstörfum á fimmtudag, þetta snúist um hvaða mál meirihlutinn sé tilbúinn til að leggja áherslu á. Mörg þeirra geti auðveldlega beðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðbergur býður sig fram til forseta – Mun minnka við sig ef hann flytur til Bessastaða

Guðbergur býður sig fram til forseta – Mun minnka við sig ef hann flytur til Bessastaða