fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

70 prósent telja að jafnrétti kynjanna sé náð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júní 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið telja um 70% aðspurðra að jafnrétti sé náð hér á landi. Rúmlega 70% sögðust sammála þeirri fullyrðingu að konur hafi jafnan rétt og karlar og rúmlega 9% voru þessu hvorki sammála né ósammála.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Um 80% karla telja að réttindi kynjanna séu jöfn en um 60% kvenna eru þeirrar skoðunar. Um 28% kvenna og 13% karla telja kynin ekki hafa jafnan rétt.

„Ég held að þessi stemning sem skilar sér í niðurstöðum könnunarinnar sýni að það hafa orðið raunverulegar framfarir í þessum málaflokki á síðustu árum og áratugum.“

Hefur Fréttablaðið eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem sagði margt hafa áunnist í jafnréttismálum á síðustu fjórum áratugum. Hún nefndi meðal annars leikskóla, fæðingarorlof og lög um jöfn laun kynjanna.

„Það hafa mörg raunveruleg skref verið stigin sem hafa skilað betra samfélagi. Ég tel nú samt ekki að fullu jafnrétti sé náð. Kannski er stóra forgangsmálið nú baráttan gegn kynbundnu ofbeldi.“

Sagði Katrín sem sagðist einnig telj að einstakir þættir geti haft mikil áhrif og nefndi það að hún telji að miklu skipti að kona hafi verið forseti í sextán ár.

„Nú er ég önnur konan sem gegnir embætti forsætisráðherra. Auðvitað er langt í land með að það verði jafnmargar konur og karlar sem hafa gegnt því embætti, en þróunin er svona í rétta átt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum
Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“