fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Þórhildur sökuð um hræsni – „Menn verða að afsaka þótt ég taki ekki þátt í kertafleytingunni“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júní 2020 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði af sér formennsku stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar Alþingis í gær. Bar hún því við að minnihluti nefndarinnar hefði sætt valdníðslu og linnulausum árásum meirihlutans, ekki síst varðandi frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla hans við forstjóra Samherja.

„En til þess að réttlæta þessa aðför sína kýs meirihluti nefndarinnar að draga persónu mína sífellt niður í svaðið og notað mig sem blóraböggul. Þessi aðferðafræði, að skjóta sendiboðann, er þaulreynd þöggunar- og kúgunnar taktík. Ég mótmæli þessari aðför. Mér misbýður þetta leikrit og ég ætla ekki að taka þátt í því lengur. Meirihlutinn verður að finna sér aðrar átyllur til þess að réttlæta aðför sína að eftirlitshlutverki nefndarinnar og þingsins.“

„Ég tek ekki þátt í því. Ég býð ekki upp á þetta skálkaskjól. Ég býð ekki upp á að meirihlutinn hafi eitthvað skjól í því að níða mig og mína persónu til að forðast það að sinna eftirlitshlutverki þessarar nefndar,“

sagði Þórhildur í ræðustól Alþingis.

Mun Píratinn Jón Þór Ólafsson taka við formannsstöðunni af Þórhildi.

Mætir ekki í kertafleytinguna

Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Þórhildi um hræsni, þar sem hún hafi sjálf verið býsna óvægin og gefur lítið fyrir upphlaupið hjá stjórnarandstöðunni:

„Ekki liggur enn fyrir hvaða persónulegu árásir fyrrverandi formaðurinn á að hafa orðið fyrir sem ollu því hún fann sig ekki lengur í formannssæti né hvað það er sem hún á að hafa verið „skálkaskjól“ fyrir. Ég veit það eitt að Þórhildur Sunna hefur hvergi dregið af sér í ómálefnalegri gagnrýni á þingmenn, „linnulausum árásum“ eins og hún nú kveinkar sér undan og jafnvel ásökunum um saknæma háttsemi. Það þekki ég persónulega. Það er holur hljómur í þingmönnum pírata og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem grétu krókudlílatárum í ræðustól Alþingis í gær yfir meðferðinni á þessari „konu“ sem hefði mátt þola „persónulegar árásir“. Menn verða að afsaka þótt ég taki ekki þátt í kertafleytingunni sem trúlega er fyrirhuguð.“

Bar ekki traust til Þórhildar

Þá segir Óli Björn Kárason við Morgunblaðið í dag að Þórhildur verði sjálf að nefna þá sem vógu að persónu hennar, þar sem hann kannaðist ekki við slíka hegðun.

Hann telur einnig að Þórhildur sjálf hafi gengið manna lengst hvað ásakanir varðar:

„Ætli það sé ekki bara best að hún bendi á það hvenær vegið hafi verið að hennar persónu. Ég hef ekki verið þekktur fyrir það að hafa uppi stóryrði um einstaka þingmenn eða aðra, það er ekki minn háttur og það hef ég ekki gert. Það hefur enginn sem situr á þingi í dag gengið jafn aggressíft fram með alvarlegum ásökunum á hendur nafngreindum einstaklingum og heilu flokkunum og fráfarandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ég fullyrði það.“

Óli Björn lét bóka í gær að hann tæki undir fyrri bókanir nefndarmannanna Brynjars Níelssonar, Sjálfstæðisflokki og Þorsteins Sæmundssonar, Miðflokki, sem sögðust ekki styðja Þórhildi sem formann nefndarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu