fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Öryrkjar kröfðust fjárnáms hjá TR – Forstjórinn boðaður til fyrirtöku hjá sýslumanni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu boðaði Sigríði Lilly Baldursdóttur, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins (TR) til fyrirtöku um fjárnám eftir að tveir öryrkjar höfðu krafist fjárnáms hjá stofnuninni. Ástæða kröfu þeirra var að TR hafði ekki staðið við dómsátt í máli sem snýst um búsetuskerðingar innan greiðslufrests. Greiðslan barst á föstudaginn í kjölfar þess að Sigríður Lilly var boðuð til fyrirtöku.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að dómsáttin hafi verið gerð í lok apríl en TR hafi ekki efnt hana. Samkvæmt sáttinni átti TR að greiða tveimur öryrkjum rúmlega fimm og hálfa milljón. Það var ekki gert fyrr en Sigríður Lilly var boðuð til fyrirtöku hjá sýslumanni á miðvikudag í síðustu viku.

Dómsáttin á rætur að rekja til breytingar TR árið 2009 á túlkun um ákvæðum um búsetuskerðingar í almannatryggingalögum. Úrskurðarnefnd um almannatryggingar úrskurðaði 2011 að túlkun TR stæðist ekki en stofnunin lét það ekki hafa áhrif á sig og hélt sig við hina röngu túlkun. Þetta leiddi til skerðinga bóta hjá fjölda örorkulífeyrisþega.

Velferðarráðuneytið tók undir afstöðu TR á sínum tíma og því stefndu tveir öryrkjar TR fyrir dóm til að fá skorið úr um málið með aðfararhæfum dómi. Dómsátt var gerð í lok apríl og hafði álit Umboðsmanns Alþingis, sem var birt vorið 2018, um búsetuskerðingarnar mikið að segja um gerð dómsáttarinnar. Í kjölfar álitsins breytti ráðuneytið afstöðu sinni. TR stóð ekki við sáttina innan greiðslufrests og því lögðu öryrkjarnir fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni eins og fyrr segir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Glansmyndin Ísland

Sigurður Hólmar skrifar: Glansmyndin Ísland
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu