fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Kallar eftir refsiaðgerðum gegn „siðblindu skúrkunum“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 15. maí 2020 12:30

Reynir Traustason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Almenningur í landinu á að hafa það hugfast hverjir seildust í sjóðina og refsa þeim með þeim hætti að skipta ekki við þá. Fólk á að lesa listann frá Vinnumálstofnun og meta svo hverjir höfðu raunverulega þörf fyrir neyðaraðstoðina,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs í leiðara í dag og vísar í lista Vinnumálastofnunar yfir þau fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina.

Siðblinda

Í leiðaranum fjallar hann um þau fyrirtæki sem sóst hafa eftir hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar á „fölskum forsendum“ en líkt og fjallað hefur verið um nýttu fjölmörg stórfyrirtæki sér leiðina, þó svo þau hefðu skilað umtalsverðum hagnaði og eða greitt eigendum sínum hundruð milljóna í arð.

Reynir segir slíkt athæfi siðlaust og tekur þar með undir skoðun ASÍ, sem sagði slíkt hið sama og taldi að athæfi fyrirtækjanna ættu að varða lög:

„Að mörgu leyti eru aðgerðir á borð við hlutabótaleiðina til mikilla bóta og mun örugglega tryggja störf launþega og líf einhverra fyrirtækja. Ljóta hliðin á þessu er að forrík fyrirtæki hafa í taumlítilli græðgi sinni hrifsað til sín þetta neyðarbrauð sem er öðrum lífsspursmál. Sum fyrirtækjanna hafa greitt út arð til eigenda sinn með annarri hendinni en síðan krafsað til sín neyðarhjálp úr sjóðum almennings með hinni hendinni. Hér eru menn dæmdir í fangelsi fyrir að stela smáaurum. Þessi framganga er ekki þjófnaður en getur ekki flokkast öðruvísi en sem siðleysi og jafnvel siðblinda í einhverjum tilvikum.“

Reynir nefnir að mörg fyrirtækjanna hafi séð að sér og endurgreitt Vinnumálastofnun, en ekki öll.

Þá nefnir hann einnig „aðra hlið á græðgi“ og rifjar upp kröfur stórútgerða hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta, en flest þeirra hurfu síðan frá kröfunni eftir fordæmingu forsætisráðherra og fjármálaráðherra.

„Við lifum á þeim tímum að nauðsynlegt er sem aldrei fyrr að gæta aðhalds og halda spillingu og græðgi af umræddu tagi í lágmarki. Kórónuveiran með allri sinni bölvun má gjarnan verða til góðs að því marki að við verðum betra og heiðarlegra samfélag og fækkum þeim siðblindu skúrkum sem virða ekki mörkin og seilast í fé almennings.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“