fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

Ólafur ómyrkur í máli – „Mun það auðvitað hafa umtalsverð áhrif“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 10. maí 2020 15:56

Ólafur Þ. Harðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveirufaraldurinn er sagður fordæmalaus og áhrif hans talin gríðarleg á umheiminn. Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er einn þriggja fræðimanna sem Eyjan leitaði svara hjá um hvaða áhrif kórúnuveiran hefði á samfélagið.

Þetta er brot úr grein sem birtist í helgarblaði DV.

Einnig var rætt við Gylfa Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, formann bankaráðs Seðlabanka Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og Helgu Ögmundardóttur, lektor í mannfræði.

Mikil áhrif á stjórnmálaflokka

Ólafur segir að áhrif faraldursins verði mikil í pólitíkinni:

„Líklegt er að þessi plága muni marka djúp spor í stjórnmál, menningu og félagsgerð í veröldinni allri, rétt eins og kreppan mikla á árunum í kring um 1930. Sennilega verða áhrifin hér svipuð og í nágrannalöndunum, frekar en sér-íslensk. Covid-plágan hefur kallað á umfangsmikil afskipti ríkisvaldsins. Víða birtist aukin áhersla almennings á samkennd og samvinnu – á kostnað einstaklingshyggju og þröngra eiginhagsmuna. Hugmyndin um mikilvægi samfélagsins hefur eflst. Þessar áherslubreytingar gætu reynst varanlegar, a.m.k. í nokkra áratugi. Kreppan mikla mótaði heila kynslóð, sem reyndi hana á eigin skinni. Svipað gæti gerst núna. Ef sú verður raunin mun þetta væntanlega hafa mikil áhrif á flesta stjórnmálaflokka, líka á Íslandi.“

Vinsældir gætu dalað

Ólafur segir að fádæma vinsældir ríkisstjórnarinnar í könnunum undanfarið geti hæglega hrapað þegar nær dregur kosningum:

„Lengi hefur verið vitað í stjórnmálafræði, að krísur eins og plágan núna auka gjarnan stuðning við ríkjandi stjórnvöld. Þetta kallast „fylkjum-okkur-um-fánann“ áhrif („rally- around-the-flag“ effect). En þessi áhrif eru venjulega skammvinn. Eftir sigur Bandaríkjanna í Flóabardaga 1991 mældist stuðningur við gamla Bush 89%. Ári síðar tapaði hann forsetakosningum fyrir Clinton. Í Danmörku og Svíþjóð hafa stjórnarflokkar bætt stöðu sína í könnunum á síðustu vikum. Ánægja með Mette Fredriksen jókst úr 40% í 80%. Svipað hefur gerst hér, en í minna mæli. Fleiri en áður segjast stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar. Líklegast er að þessar auknu vinsældir ríkisstjórnarinnar verði skammvinnar. Vel heppnuð viðbrögð tryggja ekki endilega góðan árangur í kosningum. Að mati erlendra hagfræðinga náði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur glæsilegum árangri við endurreisn efnahagskerfisins eftir Hrun. Samt voru stjórnarflokkarnir rassskelltir í kosningunum 2013. Næstu kosningar verða væntanlega vorið eða haustið 2021. Þá verður efnahagsáfallið vegna plágunnar í algleymingi. Kannski telur stjórnin að haustkosningar yrðu sér hagstæðari. Það er þó alls ekki ljóst.“

Gæti breytt utanríkisstefnu Íslands

„Í plágunni hefur hver þjóð fyrir sig farið eigin leið um viðbrögð. Samt hefur alþjóðasamvinna líka leikið stórt hlutverk – og mun skipta meira máli við afnám lokana og endurreisn efnahagskerfa. Plágan gæti eflt þjóðernishyggju, en líklegra er að mikilvægi alþjóðasamvinnu verði fleirum ljós. Um hríð hefur verið ljóst að Bandaríkin eru ekki lengur það forysturíki hins frjálsa heims sem þau voru í áratugi. Nú loga þau í illdeilum – og forsetinn virðist ráðalaus. Ef Bandaríkin veikjast enn mun það auðvitað hafa umtalsverð áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga.“

segir Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“