fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Katrín segir Ísland ekki þurfa á Kína eða Bandaríkjunum að halda – „Ísland stendur vel að vígi“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. apríl 2020 17:30

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ísland stendur vel að vígi efnahagslega til að takast á við þær þrengingar sem stafa af heimsfaraldri kórónaveirunnar og þarf ekki að taka neinar nýjar utanríkispólitískar ákvarðanir af þeim sökum,“

segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, í svari sínu við fyrirspurn Eyjunnar um hvort efnahagserfiðleikar kórónuveirufaraldursins hafi einhver áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda um Belti & brautar tilboð Kína annarsvegar og hvort ástandið ýti á að hefja frekara samstarf við Bandaríkin um hernaðaruppbyggingu hér á landi hinsvegar.

Ásælast Ísland

Kína hefur hefur sem kunnugt er boðið stjórnvöldum á Íslandi að vera með í alþjóðlegu verkefni sem nefnist Belti & braut og felur í sér gríðarlega innviðauppbyggingu hér á landi, kostaða af kínverska alþýðulýðveldinu. Engin afstaða hefur verið tekin til þessa tilboðs ennþá svo vitað sé, en ljóst er að um töluverða búbót væri að ræða fyrir ríkissjóð, upp á nokkur hundruð milljarða króna.

Það yrði þó gríðarleg stefnubreyting á utanríkisstefnu Íslands ef slíku tilboði yrði tekið þar sem frekar hefur verið horft til Bandaríkjanna í slíkum efnum. Ljóst er þó að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu á nálum vegna málsins, það sannaðist þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna flaug hingað til að fagna þeirri „ákvörðun“ ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að taka ekki tilboði kínverja. Sú fullyrðing hans átti þá ekki við rök að styðjast, þar sem engin ákvörðun lá fyrir um málið. Þótti málið allt hið neyðarlegasta.

Bandaríkin vilja sjálf auka við aðstöðu sína hér á landi og er fyrirhugað að verja milljörðum króna í það á næstu árum. Þá hefur bandaríkjaher aukið viðveru sína hér á landi síðustu ár. Ljóst er að ef Bandaríkjaher ætli að auka starfsemi sína hér á landi muni íslensk stjórnvöld vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð, og því er Ísland í nokkuð góðri samningsstöðu hvað þetta varðar.

En miðað við svar Katrínar virðast fyrirhugaðar efnahagsþrengingar vegna kórónuveirufaraldursins engin áhrif hafa á þetta, þó svo Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sagt að það stefni í verstu kreppu í 100 ár.

Katrín svaraði hins vegar ekki fyrirspurn Eyjunnar um í hvaða farvegi tilboðið frá Kína væri, eða hvenær niðurstaða lægi fyrir. Þá svaraði hún því heldur ekki hvorn kostinn hún teldi fýsilegri, að taka slíku tilboði Kína, eða samskonar tilboði frá Bandaríkjunum.

Sjá nánar: Íslensk stjórnvöld íhuga risastóra peningagjöf frá Kína – Marshallaðstoðin bliknar í samanburði
Sjá nánar: „Íslenska ríkisstjórnin er opin fyrir að undirrita samkomulag við Kína“
Sjá einnig: „Ekkert á borðinu um að taka við neinum gjöfum frá kínverskum stjórnvöldum“

Svarar engu um herskipahöfn í Helguvík

„Engar nýjar ákvarðanir hafa verið teknar um uppbyggingu á Suðurnesjum í samstarfi við Atlantshafsbandalagið en yfir standa framkvæmdir sem boðaðar voru árið 2017 í tíð þáverandi ríkisstjórnar og tengjast viðhaldi og uppbyggingu mannvirkja á varnarsvæðinu,“

segir Katrín Jakobsdóttir í svari við fyrirspurn Eyjunnar um hvort hún komi til með að styðja þær hugmyndir sem uppi eru um að höfnin í Helguvík taki við herskipum NATO og gegni svipuðu hlutverki fyrir sjóhernað og Keflavíkurflugvöllur hefur gegnt fyrir flughernað til þessa.

Málið er auðsýnilega viðkvæmt fyrir VG, sem er eindregið á móti veru Íslands í NATO, en upphæðirnar sem slík uppbygging felur í sér hleypur á milljörðum króna og yrði vafalaust mikil lyftistöng fyrir efnahaginn á Suðurnesjum.

Heimamenn á Suðurnesjum, ásamt þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum svæðisins, hafa lýst yfir miklum vilja til að koma þessu á koppinn, en málið hefur ekki borist á borð utanríkismálanefndar Alþingis.

Heimamenn eiga þó hauk í horni þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lagði til á ráðherrafundi um ríkisfjármál fyrr í þessum mánuði að slík uppbygging yrði liður í auknum framkvæmdum ríkisins vegna áhrifa Covid-19. Þær tillögur rötuðu þó ekki í nýjasta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar og málið því staðnað á meðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki