fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

„Aðferð hans er röng og getur leitt til stórtjóns“ sagði Frosti um Þórólf og spáði að 5000 yrðu smitaðir í dag – Spáin gekk ekki eftir

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. mars 2020 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Sigurjónsson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, skrifaði opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í síðustu viku, hvar hann hvatti til harðari aðgerða gegn Covid-19 faraldrinum, en Frosti er orðinn að einskonar táknmynd þeirra sem vantreysta stjórnvöldum og aðgerðum þeirra, og telja að ekki sé nóg að gert.

Hefur Frosti til að mynda ítrekað gagnrýnt Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og talið hann fara með fleipur. Vill Frosti að farin verði Asíuleiðin svokallaða, þar sem öllu er lokað og allir skyldaðir í sóttkví, þar sem eins konar herlög eru í gildi.

Þó hefur Þórólfur sóttvarnalæknir útskýrt það oftar en einu sinni að slíkar aðferðir muni aðeins verða til þess að faraldurinn blossi aftur upp síðar á árinu og því séu slíkar leiðir ekki skynsamlegar.

Frosti hefur þó tröllatrú á eigin sannfæringu:

„Þú ert vonandi mjög hugsi, enda hvílir ábyrgðin nú á þínum herðum og ríkisstjórnarinnar. Það er ekki hægt að vísa ábyrgð á sóttvarnarlækni, nú þegar öllum má vera ljóst að aðferð hans er röng og getur leitt til stórtjóns. Önnur margfalt skjótvirkari og öruggari leið er í boði,“

sagði Frosti í bréfi sínu til Katrínar.

Íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar fengið lof fyrir viðbrögð sín í faraldrinum frá flestum, og hefur sú viðurkenning náð út fyrir landssteinana.

Sjá nánar: Viðbrögð Íslands við kórónaveirunni í heimsfréttum
Sjá nánar: Þórólfur og Alma vekja athygli hjá milljónum manna – Viðtal við risastóra fréttastofu í Bandaríkjunum
Sjá nánar: Frosti segir lækna vera mjög uggandi í opnu bréfi til Katrínar – „Er það bara ásættanlegt?“

Spáin gekk ekki eftir

Í bréfi sínu frá 19. mars spáði Frosti því að í dag, viku síðar, yrðu smit orðin 5000 talsins hér á landi:

„Staðfest smit eru orðin 330 en samkvæmt skimun DeCode er líklegt að í samfélaginu séu 0,7% (2.500) landsmanna smitaðir. Óafvitandi smita þeir nú börn, kennara, ástvini, gamalt fólk og veikt. Eftir viku verða smitaðir líklega orðnir 5.000 og hér eins og á Ítalíu munu 5-10% þeirra veikjast mjög illa. Það verða þá 250- 500 sem þurfa að leggjast inn, sumir á gjörgæslu. Er það bara ásættanlegt? Góður árangur? Hver dagur sem líður án stefnubreytingar fjölgar smitum um 5-20%“

sagði Frosti þá.

Staðfest smit í dag þegar þetta er skrifað eru hinsvegar 802 talsins, en ekki 5000 líkt og viðskiptafræðingurinn Frosti taldi. Þó má gera ráð fyrir að þeim fjölgi eitthvað þegar líða tekur á daginn.

Upplýsingar um Covid-19 má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki