fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Lýsa yfir vonbrigðum vegna afstöðu Seðlabankans – „Ekki nógu gott“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. mars 2020 13:49

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri - Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagsmunasamtök heimilanna(HH) gera athugasemd við rök Seðlabankastjóra fyrir því að frysta ekki verðtrygginguna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í gær að ekki væri útlit fyrir mikla verðbólgu og vextir hefðu lækkað verulega og að frysting verðtryggingar gæti grafið undan trausti á því að bankanum tækist það markmið sitt að halda verðbólgu í skefjum.

„Það er vissulega rétt að vextir hafa verið að lækka, sem er mjög jákvætt, en þó hefur lækkun þeirra ekki skilað sér að fullu til neytenda, sem er ekki nógu gott. En það að setja “þak á verðtryggingu á lánum heimilanna” í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans eins og Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á er bara allt annað mál og í raun sjálfsögð öryggisráðstöfun til að koma til móts við þá almennu hræðslu sem er hjá heimilunum í landinu um að allt fari á versta veg eins og gerðist í bankahruninu 2008,“

segir í tilkynningu HH.

Þar segir einnig að það eina sem gerist ef sett verði þak á verðtryggingu, verði tryggt að hún fari ekki upp fyrir ákveðin mörk og eru spár Seðlabankans sagðar fullar óvissu:

„En, með fullri virðingu fyrir Seðlabankanum, starfsfólki bankans og Seðlabankastjóra, þá er hér eingöngu um spár og áætlanir að ræða sem settar eru fram í fordæmalausu ástandi sem erfitt er að spá um hvar endar. Enda kemur það berlega fram í orðum Seðlabankastjóra sjálfs þegar hann segir í viðtölum um þetta “ við búumst ekki við verðbólgu” og “við munum reyna að varðveita kaupmátt. Spár ganga ekki alltaf eftir og við getum búist við hverju sem er alveg sama hvað Seðlabankinn mun reyna að gera.“

Þurfi meiri vissu

Samtökin segja það ekki grafa undan trausti á bankann að setja slíkt þak í samræmi við eigin markmið á verðtryggingu, sem bundið yrði við 3.5 til 4 prósent:

„Þvert á móti væri slík aðgerð til marks um trú Seðlabankans á eigin spám og mundi því auka traust á sama tíma og slík aðgerð myndi senda skýr skilaboð til þeirra sem gætu látið sér detta í hug að reyna að rugga bátnum á móti Seðlabankanum. Einnig myndi þessi aðgerð hafa gríðarlega mikið að segja fyrir heimilin enda hafa mörg þeirra nú þegar miklar áhyggjur af verðbólgu og er í fersku minni afleiðingar bankahrunsins 2008.“

Allt muni hækka hvort sem er

„Til að setja þessa kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna í víðara samhengi þá er, með því að setja þak á verðtryggingu lána heimilanna, ekki eingöngu verið að hugsa um þá sem eru með verðtryggð lán heldur líka þá sem eru með svokölluð óverðtryggð lán því vextir þeirra eru að hluta til byggðir á verðbólgustigi í landinu,“

segir í tilkynningu HH sem nefna að óverðtryggð lán muni því einnig hækka ef verðbólga fari úr böndunum:

„Og svo má heldur ekki gleyma því að nánast öll leiga heimilanna í landinu er verðtryggð þannig að þak mun líka takmarka hækkanir á leiguverði.“

Dregur úr verðhækkunum

Þak á verðtryggingu lána heimilanna mun einnig takmarka mjög verðhækkanir á allri nauðsynjavöru heimilanna samkvæmt HH:

„Því verðtryggingin hefur gríðarleg áhrif á allt hagkerfið og ef hún nær að hækka og leika lausum hala þá spinnur hún upp í víxlverkun vexti og verðbólgu til skiptis eins og margoft hefur gerst. Þessi einfalda aðgerð, sem vonandi mun aldrei reyna á, mun auka traust heimilanna á ríkisstjórnina og Seðlabankann og slá um leið á þann ótta sem fjölmargir glíma við um hvað framtíðin ber í skauti sér á þessum fordæmalausu tímum.“

Ekki ádeila

„Að lokum vilja Hagsmunasamtök heimilanna taka það fram að þessi krafa er ekki sett fram sem ádeila á nýjan Seðlabankastjóra eða starfsfólk bankans enda er allt annað og miklu meira traustvekjandi hvernig bankinn er rekinn í dag og hvernig tekið er á málum í núverandi ástandi heldur en gert var eftir bankahrunið.  Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á að Seðlabankastjóri endurskoði afstöðu sína svo heimilin geti treyst því án nokkurs vafa að þau séu varin fyrir áhrifum verðbólgu, fari hún af stað. Heimilin þurfa þá fullvissu og þeim þarf að veita öryggi á óvissutímum. Tryggjum heimilunum skjól undir öruggu “þaki”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki