fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Joe Biden dugir varla en geta Demókratar skipt um forsetaefni? – Cuomo sýnir leiðtogahæfileika

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. mars 2020 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru að þróast í mjög sérkennilega átt. Það er varla hægt að segja annað en að Donald Trump sé að höndla kórónaveirufaraldurinn skelfilega illa. Bandaríkin eru vanbúin til að takast á við veikina, Trump kennir öllum um nema sjálfum sér, skilaboðin frá honum eru misvísandi dag frá degi – á að opna eða loka? – hann var lengi að tala niður alvöru málsins og en þessa dagana er hann gjarn á að fimbulfamba um lækningar sem hafa lítt verið kannaðar.

Samt er traust á Trump að aukast í skoðanakönnunum. Manni finnst það eiginlega ráðgáta. En kannski horfir fólk öðrum augum á yfirvöld á krísutímum? Það er máski ekki sambærilegt, en stuðningur við ríkisstjórnina á Íslandi hefur vaxið síðustu vikurnar. Full alvara faraldursins á þó enn eftir að renna upp fyrir Bandríkjamönnum.

Andstæðingur hans í kosningunum virðist ætla að verða Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Hann er nokkurn veginn búinn að sigra í hinu langa og stranga útnefningarferli hjá Demókrötum. En nú ber svo við að Biden hefur ekki mikla vigt á svona alvörutímum. Fjölmiðlar töluðu um að hann hefði horfið, þegar hann birtist svo aftur í viðtölum mismælti hann sig og hóstaði. Hann var einfaldlega ekki sérlega leiðtogalegur.

Biden er orðinn gamall maður – og það er að verða æ ljósara hversu hæpið er að hann sé í standi til að sigra í kosningunum eða gegna embætti forseta í fjögur ár.

Þetta eru óvenjulegir tímar – jú, ég ætla að leyfa mér að segja fordæmalausir – maður veltir fyrir sér hvort það muni renna upp fyrir Demókrötum að þeir hafi gert stór mistök með því að velja Biden? Og þá, að hugsanlega verði gripið til þess ráðs að velja annan frambjóðanda. Svona tímar þurfa alvöru leiðtoga, menn með bein í nefinu, ekki stjórnmálamenn sem ná kjöri  í góðæri og hvers helsti kostur er að þeir geti ekki valdið svo miklum skaða.

Kannski er of seint að skipta um frambjóðanda og þá er spurning hver kæmi í staðinn? Varla Bernie Sanders? Ekki Hilary Clinton, nei? Kamala Harris?

New York Times fjallar um Andrew Cuomo, ríkisstjóra í New York, þar sem ástandið er verst, og segir að hann hafi sýnt alvöru leiðtogahæfileika – og sé í rauninni orðinn fremsti talsmaður Demókrataflokksins á tíma veirunnar – skyggi þar mjög á Biden.

Hér er Cuomo á fréttamannafundi. Það er ekki töluð nein tæpitunga. Hann svarar skýrt og málefnalega. Gerir þetta sérlega vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða