fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Bjarni boðar borgaralaun -„Þar sem ríkið bók­staf­lega taki starfs­menn á launa­skrá sína“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. mars 2020 15:16

Bjarni Benediktsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsar hugmyndir hafa skotið upp kollinum sem lausn við efnahagslegum áhrifum kórónaveirunnar, sem ljóst er að munu verða gríðarlega mikil um allan heim, ekki síst á Íslandi, en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þegar gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs fari vel yfir 100 milljarða á þessu ári.

Bjarni sagði á þingi í dag að rædd yrði stór aðgerð síðar í dag á þinginu sem tengdist beinum stuðningi við fólk og fyrirtæki frá ríkinu, en út á það ganga einmitt borgaralaun:

„Hér er verið að fara ræða mál þar sem ríkið bók­staf­lega taki starfs­menn á launa­skrá sína. Að fyrir­tækið haldi ráðningar­samningum sínum í gildi en ríkið taki að sér að greiða stóran hluta launa gegnum stuðnings­kerfið. Það mun þurfa fara vel ofan í saumana á þessu úr­ræði, sem að mér sýnist á öllu miðað við hvernig mál hafa verið að þróast síðustu sólar­hringa, að það geti þurft að út­víkka,“

sagði Bjarni.

Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri og stofnandi Reykjavík Economics, hefur einnig lagt til að íslenska ríkið sendi landsmönnum öllum ávísun upp á 100 þúsund krónur til að styðja við innlenda ferðaþjónustu og örva hagkerfið, um leið og smitin eru komin í rénun:

„Það mætti nýta þetta til ferðalaga innanlands en svosem líka til afborgana á skammtímalánum eða neyslu t.d vegna atvinnuleysis,“

segir Magnús við Fréttablaðið.

Pírötum hugleikið

Píratar er sá flokkur hér á landi sem hæst hefur talað um borgaralaun, en nú eru þau nefnd sem úrræði vegna Covid-19 í Bandaríkjunum af minnst fjórum öldungadeildarþingmönnum, þar af þremur Repúblikönum. Hér á Íslandi hefur einna mesta gagnrýninn á borgaralaun komið frá hægri mönnum, sem segja hugmyndina of dýra og ekki ganga upp.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir við Eyjuna að nú sé kjörið tækifæri til að samþykkja frumvarp sitt um svipað mál.

„Ef ég væri í þeirri stöðu að ákveða viðbrögð ríkisstjórnarinnar við yfirvofandi áfalli þá myndi ég líta á þetta sem kjörið tækifæri til að fjárfesta í fólki með því að hækka og greiða út ónýttan persónuafslátt. Þetta hefur verið kallað neikvæður tekjuskattur og er útfærsla af borgaralaunum. Ég kýs að kalla þetta persónuarð og hef lagt fram frumvarp þess efnis. Frumvarpið felur ekki í sér hækkunina en einungis að núverandi upphæð ónýtts persónuafsláttar sé greidd út,“

sagði Halldóra og bætti við:

„Þetta fer mikið í taugarnar á sjálfstæðismönnum þrátt fyrir að hugmyndasmiðurinn sé Milton Friedman“

Frumvarp hennar er þó ekki lagt fram sérstaklega vegna áhrifa kórónuveirunnar, en gæti nýst til að berjast gegn efnahagslegum áhrifum hennar að mati Halldóru:

„Borgaralaun eru mér alltaf ofarlega í huga og hafa verið það síðan ég skrifaði upprunalegt þingmál Pírata um borgaralaun árið 2012. Ég lagði það fram 5 sinnum og var að leggja persónuarðinn sem er önnur útfærsla á borgaralaunum fram í fyrsta skiptið.“

Bandaríska hægrið aðhyllist borgaralaun

Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney, þungavigtarmaður í Repúblikanaflokknum og fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, vill greiða hverjum einasta Bandaríkjamanni yfir 18 ára aldri ávísun upp á 1000 dollara, eða sem nemur 136 þúsund krónum, til að örva hagkerfið og hjálpa fjölskyldum. Þetta var gert í fjármálakreppunum árin 2001 og 2008 og segir Romney að þetta hjálpi þeim sem falli milli skips og bryggju í kerfinu og þeim úrræðum sem ríkið mun annars boða til.

Flokksbróðir Romney, öldungadeildarþingmaðurinn Tom Cotton vill einnig taka þetta upp sem lausn við efnahagsáhrifum kórónuveirunnar:

„Komum fólki til aðstoðar innan nokkurra daga, en ekki vikna, með því að skera í burtu milliliðinn, sem er atvinnurekandinn. Við ættum að senda slíka aðstoð beint til þeirra fjölskyldna sem eru í mestri þörf á aðstoð, þeim sem eru í lág- og millitekjustétt, til að greiða fyrir mat, heilbrigðisþjónustu og aðra útgjaldaliði auk þess sem þetta mun hjálpa til við að örva nærhagkerfið og smáfyrirtæki sem verða illa úti.“

Cotton er sagður vilja gefa fullorðnum einstaklingum 1000 dollara ávísun mánaðarlega, og 4000 dollara til fjögurra manna fjölskyldna, en upphæðirnar væru þó ekki meitlaðar í stein.

Þær Alexandria Ocasio-Cortez,  og  Tulsi Gabbard,  hafa einnig kallað eftir slíkum hugmyndum.

Heimild: thehill.com

Heimild: fox13now.com

Heimild: Business Insider

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki