fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Bragi um framboð Vigdísar – „Kom mér nokkuð á óvart“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. mars 2020 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er hyggst Vigdís Hauksdóttir bjóða sig fram til varaformanns Miðflokksins á komandi landsþingi sem fer fram 28. og 29. mars, nema stjórnvöld setji á samkomubann í millitíðinni. Þá gæti landsþinginu verið frestað um óákveðinn tíma.

Sitjandi varaformaður, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur ekki gert það upp við sig hvort hann muni gefa áfram kost á sér.

Þetta staðfesti hann við Eyjuna í dag og sagðist fyrst hafa heyrt það í fréttum að Vigdís hygðist bjóða sig fram.

Hann nefndi einnig að það væri óþægilegt að vera bæði varaformaður og þingflokksformaður og því þyrfti hann að velja milli embætta, en hefði ekki gert upp hug sinn í þeim efnum ennþá:

„Það kom mér nokkuð á óvart er fjölmiðlar sögðu mér frá þessu. Það á hins vegar enginn neitt í stjórnmálum og það þekkjum við Vigdís sem komum úr flokki sem klofnaði vegna innanflokksátaka. Það er búið að vera gaman í Miðflokknum en hann mjög ungur, verið mikil samheldni enda gengið mjög vel, flokkurinn sterkur málefnalega og fylgið gott á landsvísu. Ég hef reyndar sagt opinberlega að það er aðeins óþægilegt að vera bæði varaformaður og þingflokksformaður þannig að líklega þarf ég að fara að velja en til þess er nægur tími,“

sagði Gunnar Bragi og átti alveg eins von á því að fleiri gætu bæst í hóp frambjóðanda nú þegar einn hefði riðið á vaðið.

Samkvæmt starfsmanni Miðflokksins hefur þó enginn annar tilkynnt um framboð, hvorki til formanns né varaformanns.

Tilkynna þarf um framboð minnst viku fyrir landsþingið og hefur Gunnar Bragi því frest til 21. mars til að ákveða sig, en líklegt er að fresturinn verði eitthvað lengri, þar sem samkomubann stjórnvalda er yfirvofandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki