fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Atvinnuleysi var 1% árið 2017 – Er nú tæp 5% – Gert ráð fyrir 26 milljörðum í greiðslu atvinnuleysisbóta á þessu ári

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. mars 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnuleysi mældist 4.8 prósent í janúar og hefur aukist hratt síðustu mánuði. Mældist atvinnuleysi 3.6 prósent í fyrra. Gera má ráð fyrir að hátt í 10 þúsund manns séu án atvinnu.

Starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, Unnur Sverrisdóttir, segir við Fréttablaðið í dag að gert hafi verið ráð fyrir aukningu, en tölur hafi þó farið fram úr spám í janúar.

Búist er við að atvinnuleysi aukist enn frekar í febrúar, en dragi síðan saman og verði um fjögur prósent í sumar, áður en það eykst aftur í haust, en talið er að atvinnuleysi verði um 4.5 prósent að meðaltali á árinu, sem er það hæsta síðan 2011.

Í hverjum mánuði eru greiddir úr um 2.4 milljarðar í atvinnuleysisbætur, og er gert ráð fyrir um 26 milljörðum í heildargreiðslur fyrir árið 2020.

Erlendir ríkisborgarar telja um 40% atvinnulausra, eða 3.800 manns, en þar af eru 2.200 Pólverjar.

Árin fyrir hrun, 1991 – 2007, mældist atvinnuleysi hér á landi 3.3% að meðaltali. Árið 2010 fór það hæst upp í 9.3% þegar rúmlega 15 þúsund manns voru án atvinnu.

Síðsumars árið 2017 var atvinnuleysi komið niður í eitt prósent, þegar um 2000 manns voru án atvinnu, en hefur það síðan aukist í tæp fimm prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki