fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Eyjan

Dagur svarar Eflingu: „Vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á erfitt með að verjast þeirri hugsun að alltof mikil orka fari í að ná umræðunni ofan í skotgrafir og efna til átaka þar sem efnislegt samtal hefði skilað miklu betri árangri. Ég vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð og samninganefndar borgarinnar,“

segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í færslu á Facebook, hvar hann deilir frétt á vef Reykjavíkurborgar þar sem lægstu launin eru sögð hækka mest í nýjasta tilboði samningarnefndar Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu.

Þar er jafnframt lýst vonbrigðum um að ekki hafi náðst meiri árangur á samningafundi dagsins og furðu lýst á þeirri „tilraun“ Eflingar að „draga í efa framkomin tilboð borgarinnar um verulegar kjarabætur fyrir starfsfólk Eflingar hjá Reykjavíkurborg.“

Gæti ekki verið skýrara

Dagur ítrekar að tilboðið sem hann setti fram í Kastljósþætti í síðustu viku, væri það sama og samninganefndin hefði sett fram, þrátt fyrir orð Eflingar um hið gagnstæða:

„Nú síðast hefur forysta Eflingar reynt að sá tortryggni um hvort tilboð Reykjavíkurborgar varðandi starfsfólk í leikskólum sé ekki það sama við samningaborðið og kynnt hefur verið opinberlega, þar með talað í Kastljós-viðtali við mig í síðustu viku. Því er einfalt að svara: að sjálfsögðu. Tilboð borgarinnar myndi hækka meðal grunnlaun almennra starfsmanna á leikskólum úr 310 þús í 420 þús á mánuði. Ofan á þessar tölur koma álagsgreiðslur sem hafa verið greiddar á leikskólum og eiga að halda áfram og verða heildarlaun í lok samningstímans því 460 þús. á mánuði. Þetta er gott tilboð um mikla hækkun lægstu launa sem er hér með ítrekað. Fyrir ófaglærða deildastjóra á leikskóla úr röðum Eflingar myndu grunnlaun hækka í 520 þús. að meðaltali á mánuði. Með áðurnefndum álagsgreiðslum eru heildarlaun þessa hóps 572 þús á mánuði. Getur þetta verið skýrara?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Tilbúinn lóðaskortur keyrir upp lóðaverð og hækkar íbúðaverð

Vilhjálmur Egilsson: Tilbúinn lóðaskortur keyrir upp lóðaverð og hækkar íbúðaverð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið