fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Fengu yfir 600 milljónir í eftirlaun á síðasta ári – Davíð með um 1,6 milljónir á mánuði

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. febrúar 2020 11:21

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeild lög um eft­ir­laun for­seta Íslands, ráð­herra, alþing­is­manna og hæsta­rétt­ar­dóm­ara voru samþykkt á Alþingi árið 2003. Voru þau afnumin árið 2009 og er því enginn starfandi þingmaður eða ráðherra að vinna sér inn réttindi samkvæmt þeim lengur.

Hins vegar hljóta þeir sem höfðu unnið sér réttindin áður en lögin voru afnuminn, enn greiðslur. Þeir eru samtals 233 talsins.

Greiðslurnar námu alls 607,6 milljónum króna í fyrra, til fyrrverandi þingmanna, varaþingmanna, og ráðherra. Það er nánast sama upphæð og árið 2018.

Af þessum 233 eru 40 fyrrverandi ráðherrar. Greiðslurnar til þeirra í fyrra námu 129.3 milljónum.

Kjarninn greinir frá þessu.

Þar kemur einnig fram að enginn fyrrverandi þingmanna greiði ennþá iðgjald til sjóðsins af föstu starfi á vegum hins opinbera. Hins vegar hafi einn fyrrverandi þingmaður nýlega greitt iðgjald til sjóðsins vegna tilfallandi verkefna eða nefndarstarfa.

Davíð Oddsson er meðal þeirra fyrrverandi ráðherra sem njóta ennþá eftirlaunanna frá lögunum umdeildu árið 2003. Meðflutningsmenn þess komu úr öllum flokkum á þingi. Þegar kom að atkvæðagreiðslu voru það þó aðeins þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem tryggðu frumvarpinu brautargengi, auk eins þingmanns Samfylkingarinnar, Guðmundar Árna Stefánssonar. Aðrir flokkar féllu frá stuðningi sínum.

Davíð sagði á sínum tíma að lögin myndu nýtast stjórnarandstöðunni mest:

„Þeir sem að svo nutu góðs af þessum lögum voru fyrst og fremst formenn stjórnarandstöðuflokkanna sem fengu þegar í stað 50 prósenta hækkun á sín laun en þeir sem nutu eftirlaunanna samkvæmt lögunum voru þeir ráðherrar sem urðu forsætisráðherrar, fyrir utan mig, Geir H. Haarde, Þorsteinn Pálsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Halldór heitinn Ásgrímsson.“

Samkvæmt Davíð Oddssyni fær hann 80% af launum forsætisráðherra í eftirlaun. Það gera um 1.6 milljónir króna.

Heildarlaun Davíðs árið 2018 voru 5.3 milljónir á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun