fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Loðnan finnst en magnið of lítið – Loðnubrestur annað árið í röð

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loðnumælingar rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar og fimm uppsjávarveiðiskipa, Heimaeyjar VE, Hákons EA, Aðalsteins Jónssonar SU, Barkar NK og Polar Amaroq, kláruðust nokkurn vegin í nótt, samkvæmt tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun.

Samkvæmt henni eru litlar líkur á loðnuveiðum í ár:

„Einungis lítið svæði út af Húnaflóa er óyfirfarið og mun Árni Friðriksson klára það þegar veður leyfir aftur. Endanlegar niðurstöður þessara mælinga liggja því ekki fyrir en vegna þeirra hagsmuna sem eru í húfi telur Hafrannsóknastofnun rétt að upplýsa nú að magn hrygningarloðnu er vel undir síðustu mælingu sem framkvæmd var í byrjun febrúar.  Þessi niðurstaða er með þeim fyrirvara að smá svæði er eftir og þetta er frumúrvinnsla á gögnum en það eru taldar hverfandi líkur á að niðurstaðan breytist verulega hér eftir. Frekari úrvinnsla mun fara fram á næstu dögum þegar Árni lýkur yfirferð sinni og að því loknu verður greint frá endanlegum niðurstöðum.“

Mælingar fyrri hluta febrúarmánaðar bentu til að heildarmagn hrygningarloðnu væri um 250 þúsund tonn, sem var nokkuð undir því marki sem gefur HAFRÓ tilefni samkvæmt aflareglu, til að mæla með veiðikvóta á loðnu. Hinsvegar þótti full ástæða til nýrrar mælingar þar sem um mikla aukningu var að ræða frá því í janúar.

Magnið nú er hinsvegar undir viðmiðum og því ljóst að ekkert verður af veiðum í ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar