fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Jóhann er allt annað en sáttur með „einkaeign“ Sjálfstæðisflokksins – „Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sjálfstæðisflokkurinn með Moggann sér við hlið vill ekki mæta örlögum Sigríðar Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra með reisn og út frá hagsmunum þjóðarinnar,“ segir Jóhann Þorvarðarson, fastur pistlahöfundur á Miðjunni, í pistli sínum sem kom út í dag.

Hann segir að Sigríður hafii sjálf skapað sér þessi örlög hjálparlaust „þegar hún sérvaldi 4 dómara inn í Landsrétt sem voru henni þóknanlegir þvert á niðurstöður hæfisnefndar. Þar á meðal er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Frekar en að reyna að byggja upp traust til dómstóla í landinu sem er hverfandi þá er ráðist gegn Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) með ómálefnalegum og afar grófum hætti í ræðu og riti,“ segir Jóhann en hann segir þetta vera farið að líkjast ráðstjórnarríki hér á landi.

„Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“

Jóhann segir þetta þó ekki enda þarna. „Því 100 ára afmæli Hæstaréttar var misnotað til að níða skóinn undan MDE. Einstaklega ósmekkleg misnotkun á æðsta dómstól landsins. Sjálfstæðisflokkurinn og málgagnið vita sem er að efri deild MDE mun staðfesta dóm undirréttar ef ekki herða á dómnum. Það er meira en flokkurinn þolir. Sjálfstæðisflokkurinn á nefnilega dómskerfið með húð og hári. Þetta er einkaeign flokksins!“

Hann gagnrýnir það harðlega að á meðan á þessari „ófrægingarherferð“ stendur þá heyrist ekkert frá formönnum hinna stjórnarflokkanna, þeim Katrínu Jak0bsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni. „Forn málsháttur segir að þögn sé sama og samþykki. Sjálfstæðisflokkurinn er að ráðast að einni af grunnstoðum Íslenska lýðveldisins og forsætisráðherra er hljóður á meðan og samgönguráðherra er þögull sem gröfin. Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“

„Koma svo!“

Þá segir Jóhann að lögmenn landsins hafi ekki þorað að tjá sig í málinu. „Vegna þess að þeir eiga sjálfir svo mikið undir jákvæðu viðhorfi dómara í þeirra garð vegna sinna skjólstæðinga. Dómarar hafa nefnilega sýnt það í verki að þeir dæma ekki endilega eftir lögunum þó þeim beri lagaskylda til. Dæmin sanna það!“ segir Jóhann. „Margir lögmenn sitja bara múlbundnir á sínum skrifstofum og naga sig í handarbökin. Ég ákalla lögmenn að sýna kjark og tjá sig um árásirnar á þessa stoð íslensks réttarríkis! Já, og hvar eru fræðimennirnir sem þjóðin þarf núna á að halda? Koma svo!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli