fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Eyjan

Björgólfur vill komast aftur að hjá Sjóvá – Hættir hjá Samherja í næsta mánuði

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, er meðal þeirra níu sem sækjast eftir stjórnarsetu í tryggingarfélaginu Sjóvá, hvers aðalfundur fer fram þann 12. mars. Kjarninn greinir frá.

Hyggst björgólfur hætta hjá Samherja fyrir lok mars, samkvæmt RÚV. Björgólfur gaf það út um miðjan desember að hann hygðist hætta sem forstjóri Samherja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en í janúar sagði hann í viðtali að hann yrði líklega ekki lengur en fram á mitt þetta ár.

Býst hann við að Þorsteinn Már Baldvinsson taki aftur við forstjórastarfinu, en það sé ekki hans ákvörðun, heldur stjórnar.

Tilnefningarnefnd Sjóvá mælir með Björgólfi, ásamt Guðmundi Erni Gunnarssyni, fyrrverandi forstjóra VÍS, Hildi Árnadóttur, sem er núverandi stjórnarformaður Sjóvár, Inga Jóhanni Guðmundssyni, stjórnarmanns, og Ingunni Agnes Kro lögmanni. Fimm fá sæti í stjórninni, en alls sóttust 14 eftir stjórnarsetu í upphafi, en fimm drógu framboð sitt til baka þegar ljóst var að ekki yrði mælt með þeim af nefndinni.

Björgólfur var kosinn stjórnarformaður Sjóvá í mars í fyrra, áður en hann tók við forstjórastarfinu hjá Samherja, en sagðist þá ætla að víkja tímabundið úr stjórn vegna anna.

Stærsti eigandi Sjóvár er SVN eignafélag, sem Síldarvinnslan á tæplega 14% hlut í, en hlutur Samherja og tengdra félaga í Síldarvinnslunni er alls 49.9 prósent. Fyrrverandi forstjóri Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson, var lengi vel stjórnarformaður Síldarvinnslunnar og var Björgólfur einnig framkvæmdastjóri þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu