fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Forstjóri Landsvirkjunar um álverið í Straumsvík – „Teljum áfram að raforkusamningurinn sé sanngjarn“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 12:00

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur ISAL, Rio Tinto, skoða nú alla möguleika til að gera álverið arðbært og samkeppnishæft og meðal þeirra er að loka verksmiðjunni alfarið, eða minnka framleiðsluna enn frekar, samkvæmt fréttum dagsins.

Sjá nánar: Rannveig fundaði með starfsfólki í morgun – Rio Tinto íhugar að hætta rekstri álversins

Er borið við að ekki aðeins sé heimsmarkaðsverð á áli of lágt, heldur sé raforkukostnaður hér á landi að sliga rekstur álversins og því hafi forsvarsmenn Rio Tinto leitað til Landsvirkjunar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til að fá einhverskonar undanþágu eða betri samning við Landsvirkjun.

Staðfestar viðræður en verðið sanngjarnt

Landsvirkjun staðfestir í tilkynningu að verið sé að ræða við Rio Tinto, en Hörður Arnarsson forstjóri, telur þó samninginn um raforkuverðið sanngjarnan:

„Við sýnum því skilning að aðstæður fyrirtækisins eru krefjandi og eigum í samtali við Rio Tinto til þess að fá sameiginlega sýn á stöðu mála. Við höfum sagt og teljum áfram að raforkusamningurinn sé sanngjarn fyrir báða aðila og að það séu fleiri þættir en raforkuverðið sem hafa áhrif á þeirra stöðu en þetta erum við að greina nánar í sameiningu.“

Í tilkynningunni frá Landsvirkjun segir einnig:

„Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, hefur tilkynnt að leitað sé leiða til þess að bæta samkeppnisstöðu álversins í þeim krefjandi aðstæðum sem nú eru uppi á álmörkuðum.

Eins og þekkt er eru aðstæður á álmörkuðum mjög krefjandi um þessar mundir, meðal annars út af lágu álverði, minni eftirspurn og mikilli framleiðsluaukningu í Kína undanfarin ár. Einnig hefur álverið í Straumsvík lent í rekstrarerfiðleikum sem hefur meðal annars haft áhrif á afkomu þess.

Landsvirkjun og álverið í Straumsvík hafa átt í farsælu og löngu viðskiptasambandi frá stofnun. Núgildandi raforkusamningur milli Landsvirkjunar og Rio Tinto hefur verið í gildi síðan 2010.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun