fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Segir tal um höfrungahlaup kjaftæði: „Forystusmenn brauðmoladreifaranna veifa Lífskjarasamningnum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 10:51

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú hljóma kunnugleg harmakvein um alla miðla vegna kjarabaráttu Eflingar. Leiðarahöfundar og forystusmenn brauðmoladreifaranna veifa Lífskjarasamningnum til skiptis sem hinn heilaga kjarasamning sem allir þurfi að fylgja. Sturlun as usual?“

spyr Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR á Facebook í dag.

Fráleidd rök

Hann segir að það hafi aldrei verið markmið lífskjarasamningsins að samningurinn færi óbreyttur yfir á allar stéttir samfélagsins, þó svo viðsemjendur og stjórnmálamenn hefðu haldið því fram:

„Að halda því fram að stéttarfélög á almennum markaði hafi samningsumboð fyrir allan markaðinn eru algjörlega fráleidd rök í alla staði og er einmitt ástæða þess að mikil andstaða var við SALEK hugmyndafræðina þar sem fáir einstaklingar, í reykfylltum bakherbergjum, og hafa enga tilfinningu fyrir því hvernig er að lifa af lágmarkslaunum, vera á leigumarkaði, ná ekki endum saman, áttu að ákveða svigrúmið til kjarabóta fyrir allar stéttir samfélagsins og þannig taka samningsumboðið og samningsfrelsið af stéttarfélögunum.“

Er ekki höfrungahlaup

Þá vísar hann tali um launaskrið á bug, hinu svonefnda höfrungahlaupi, þegar ein stétt fer fram á hækkun launa, og síðan sú næsta og svo koll af kolli:

„Að bæta kjör þeirra stétta sem sannanlega bera minnst úr bítum eða hafa verið skilin eftir í íslensku samfélagi er ekki höfrungahlaup. Það er mikilvægt réttlætismál sem hefur mótandi áhrif á samfélagið okkar til framtíðar.“

Hann nefnir einnig að VR hafi náð fram níu mínútna vinnustyttingu í kjarasamningum við sveitarfélögin, meðan önnur félög hafi náð fram 13 mínútna vinnutímastyttingu:

„Eigum við að mótmæla því og krefjast þess að þeim verði fækkað eða eigum við að leggja það til grundvallar í næstu samningum VR? Eigum við ekki frekar að fagna þessum árangri og vera stolt af því að hafa rutt brautina og halda svo áfram að ryðja hana?“

Styður Eflingu

Ragnar segir miðstýringu ekki vera málið og styður Eflingu í sínum væntanlegu verkfallsaðgerðum gagnvart Reykjavíkurborg:

„Erum við kannski búinn að gleyma því þegar Alþýðusambandið fór harkalega gegn kjarabaráttu kennara og fleiri stétta? Og hvernig átti að miðstýra öllum í gegnum SALEK? Er það virkilega leiðin sem við viljum fara?

Þess vegna styð ég kjarabaráttu Eflingar. Þess vegna styð ég kjarabaráttu opinberra starfsmanna. Þess vegna styð ég kjarabaráttu blaðamanna. Þess vegna styð ég kjarabaráttu allra stétta, að yfirstéttinni undanskilinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu