fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Kjósendur eru mjög ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 08:00

Kjósendur eru ánægðir með störf Guðna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar eru átta af hverjum tíu, sem tóku afstöðu, ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. 57 prósent svarenda sögðust mjög ánægðir með störf forsetans og 23 prósent sögðust vera frekar ánægðir.  Tæplega 14 prósent segjast hvorki ánægðir né óánægðir. 6,5 prósent sögðust vera óánægðir með störf forsetans.

Zenter rannsóknir gerðu könnunina fyrir Fréttablaðið sem birtir hana í dag.

„Ég sinni bara mínum störfum eftir bestu samvisku og bestu getu og er auðvitað þakklátur fyrir að njóta velvildar og stuðnings fólksins í landinu. Blessunarlega hafa Íslendingar yfirleitt verið sáttir við sinn þjóðhöfðingja þótt þeir hafi ekki allir verið steyptir í sama mót, eða kannski vegna þess.“

Hefur blaðið eftir Guðna um niðurstöður könnunarinnar.

Í nýársávarpi sínu tilkynnti Guðni að hann gefi áfram kost á sér í embætti forseta. Ef mótframboð kemur fram fara forsetakosningar fram laugardaginn 27. júní. Nýtt kjörtímabil forseta hefst þann 1. ágúst.

Samkvæmt niðurstöðum könnunar Zenter rannsókna þá er ekki marktækur munur á ánægju fólks með störf forsetans eftir aldri. Konur eru aðeins ánægðari en karlar og íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru ánægðari en íbúar á landsbyggðinni. Ánægjan með störf Guðna eykst með hærri menntun og auknum tekjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB