fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Björn Leví stígur fram – „Leið satt best að segja illa á þessum fundi“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 10:58

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, viðurkennir að hafa verið viðstaddur lokaðan fund sem aðilar í ferðaþjónustu héldu fyrir þingmenn í gær vegna stofnunar hálendisþjóðgarðs.

Henn gefur út svokallaða lobbíistatilkynningu á Facebook þar sem hann greinir frá því að slíkir lokaðir fundir séu óviðeigandi og hann hafi ollið uppnámi á fundinum í gær sem haldinn var á Skólabrú:

„Fyrsta spurningin mín á þeim fundi var hvort fólk áttaði sig á því hversu óviðeigandi svona lokaður fundur væri, þarna væri að vera að fjalla um mál þar sem opinberar umsagnir ættu að koma frá þessum aðilum sem hægt væri að ræða í opinberri samfélagsumræðu. Það er vægt til orða tekið að fólk tók ekki vel í þá spurningu og einn þingmaður meira að segja afsakaði fyrir framkomu mína. Það var mjög augljóst að nákvæmlega enginn þarna inni skildi hvernig samskipti kjörinna fulltrúa og lobbíista eiga að vera,“

segir Björn Leví.

Vanhæfari fyrir vikið

Hann telur sjálfur að í lagi sé að fólk hittist, en gagnrýnir að slíkir fundir séu lokaðir og telur að þingmenn eigi að greina frá slíkum fundum að fyrra bragði, hafi þeir í hyggju að sitja þá:

„Nú hafa lobbíistar hitt mig á lokuðum fundi og sagt mér eitthvað sem enginn annar getur skoðað. Það þýðir að allur minn málflutningur í því máli verður að skoðast í því ljósi. Það á ekki að gera lítið úr svona vinnubrögðum, það hefur almennt séð áhrif á fólk að þiggja veitingar eða aðrar „smá“ gjafir. Það býr til velvild og hefur áhrif, almennt séð. Ég þáði engar veitingar á þessum atburði nema vatn og leið satt best að segja illa á þessum fundi vegna þessara mála. Ég var að gera mig vanhæfari til þess að fjalla um málefni hálendisþjóðgarðs með því að vera á þessum fundi í ásýnd einhvers hluta samfélagsins.“

Ábendingar til umsagnar

Hann segist hafa hvatt gestgjafana til að senda umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda, ef þeir hafi eitthvað um málið að segja:

„Ég bað þau um að skafa ekkert utan af hlutunum og tala ekki undir rós því þau höfðu vissulega ýmsar ábendingar sem er ekkert óeðlilegt að stjórnvöld svari varðandi þetta mál. Hvað nákvæmlega það er, þá einbeitti ég mér að því að muna það ekki því þær spurningar eiga að koma í opinberri umsögn. Ég endurtek, það er ekkert „að“ því að þingmenn hitti og tali við fólk. Það getur hins vegar varðað samskipti við lobbíista sem eiga að vera skráð og upplýst því, eins og kom fram á fundinum, að ferðaþjónustan hefði aldrei „átt“ þingmann. Að mínu mati skiptir það máli að fólk viti hver á þingmanninn sem það er að kjósa. Það er verið að vinna frumvarp um lobbíista, ég hlakka gríðarlega til þess að þingið fái það til umfjöllunar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun