fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Nauðsyn þess að einfalda stjórnkerfið, bæði hjá ríki og sveitarfélögum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 22:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég mæli sérstaklega með þessu viðtali úr Silfri síðasta sunnudags. Það er við Héðin Unnsteinsson og þarna er að finna greiningu á því sem hefur farið úrskeiðis í íslenska stjórnkerfinu og tillögur hans til úrbóta.

Héðinn fjallar bæði um ástandið hjá ríkinu og sveitarfélögum. Hjá ríkinu er það ráðherraræðið sem er ein meinsemdin, ráðuneytin vinna ekki saman, það fer í gang alls kyns stefnumótunarvinna með fyrirheitum um bót og betrun, en þegar allt kemur til alls breytist litið. Héðinn líkir því við að ráðuneytin vinni í eins konar sílóum – starfsemin er lóðrétt en ekki lárétt eins og sést á þessari skýringarmynd sem Rán Flygenring gerði.

Síðan eru það sveitarfélögin sem eru alltof mörg, ráða illa við verkefni sín – þyrftu samkvæmt Héðni að vera ekki fleiri en átta til tólf. Þá væri hægt að flytja fleiri verkefni til sveitarfélaganna, gera þau skilvirkari án þess þó að missa nándina við íbúana. En tregðulögmál valda því að þetta er illframkvæmanlegt, þótt nú sé búið að setja í gang áætlanir um nokkra fækkun sveitarfélaga.

Héðinn telur að sé hægt að einfalda kerfið, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, notendum og skattgreiðendum til hagsbóta. Hlustið endilega á það sem hann hefur að segja.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“