fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Gunna Ö – ung snót í sjónvarpinu 1967

Egill Helgason
Föstudaginn 10. janúar 2020 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ögmundsdóttir var borin til grafar í dag. Það hafa margir skrifað sérlega fallegar greinar um hana, enda er söknuðurinn mikill eftir þessari einstöku konu. Sjálfur setti ég saman grein um hana fyrir fáum dögum.

En þetta hér er á dálítið öðrum nótum.

Á YouTube er að finna lög úr merkilegum sjónvarpsþætti frá 1967 en þar léku Hljómar, þá langvinsælasta hljómsveit Íslands, lög af sinni stóru nýútkomnu stóru plötu sem innihélt marga smelli. Þetta var við upphaf blómatímans, það voru blóm í salnum og Hljómarnir klæddir í föt í litríkum mynstrum – en allt var auðvitað í svarthvítu.

Lögin voru auðvitað ekki tekin upp á staðnum, þetta var svokallað playback, þeir Gunnar, Engilbert, Rúnar og Erlingur þóttust spila en í kynningunum á milli laganna voru þeir ákaflega feimnir.

Í upptökusalnum var svo ungt og gjörvilegt fólk. Þar á meðal má bera kennsl á Gunnu Ö. Hún hefur ekki verið nema 17 ára þarna eða nýorðin 18, myndskeiðið þar sem hún sést byrjar á 44ðu sekúndu.

 

https://www.youtube.com/watch?v=yDRTHAd6ZJM

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki