fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Fyrrverandi borgarstjóri hjólar í Dag og meirihlutann: „Sýnt af sér bæði ráðal­eysi og yf­ir­gang“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, gagnrýnir núverandi borgarstjórnarmeirihluta harðlega í Morgunblaðinu í dag.

Tekur hann sérstaklega fyrir gríðarlega umsvifamikil byggingaáform í Elliðaárdal, skort á mislægum gatnamótum, Sundabrautina og aðförina að einkabílnum.

Fær Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og meirihlutinn ekki góða umsögn frá Vilhjálmi:

„Í mörg­um stór­um mik­il­væg­um mál­um sem meðal ann­ars varða aukið um­ferðarör­yggi á veg­um borg­ar­inn­ar og vernd­un um­hverf­is hef­ur nú­ver­andi meiri­hluti í Reykja­vík sýnt af sér bæði ráðal­eysi og yf­ir­gang.“ /

„Trú­lega er Reykja­vík nú í hópi þeirra borga þar sem skipu­lag um­ferðar er í hvað mest­um ólestri, að teknu til­liti til mann­fjölda og efna­hags.“

Vafasamur Elliðaárdalur

„Borg­ar­full­trúi meiri­hlut­ans seg­ir að þetta svæði líti illa út, þar sé stunduð vafa­söm starf­semi og þar megi jafn­vel sjá kan­ín­ur á ferli,“

segir Vilhjálmur og nefnir að stefnt sé á að byggja um 12.000 fermetra norðan Stekkjabakka á fjórum lóðum:

„Einnig er úti­lokað að Stekkj­ar­bakk­inn verði fjög­urra ak­reina gata eins og áður var stefnt að. Um­ferð um Stekkj­ar­bakk­ann er þegar orðin veru­lega mik­il og stefn­ir í óefni. Fjölg­un gang­andi og hjólandi veg­far­enda mun ekki leysa um­ferðar­vand­ann á þess­ari götu.“

Sundabraut

Vilhjálmur segir meirihlutann aldrei hafa sýnt Sundabraut áhuga, en nú loksins þegar það sé gert með samgöngusamkomulaginu, sé farin vitlaus leið, bókstaflega. Hann gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra fyrir þá stefnu:

„Hann tel­ur að lág­brú með teng­ingu við Holta­veg sé besti kost­ur­inn. Aðal­skipu­lag Rvk. 2010-2030 ger­ir ekki ráð fyr­ir teng­ingu Sunda­braut­ar við Holta­veg. Gall­inn við þá lausn er m.a. sá að starf­semi hafn­ar­inn­ar við Voga­bakka mun skaðast veru­lega. Meiri­hlut­inn í Reykja­vík eyðilagði besta kost­inn, þ.e. lág­brú með teng­ingu við Klepps­mýr­ar­veg, með út­hlut­un lands við Elliðaár­vog fyr­ir um 350 íbúðir. Áform sam­gönguráðherra um að hefja und­ir­bún­ing að fram­kvæmd­um við Sunda­braut er greini­lega ekki vegna hvatn­ing­ar frá borg­ar­yf­ir­völd­um.“

Fleiri mislæg gatnamót

Vilhjálmur argast út í meirihlutann fyrir að setja sig á móti mislægum gatnamótum og segir það skýra það umferðaröngþveiti sem ríkir daglega á höfuðborgarsvæðinu:

„Borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans virðast um­hverf­ast þegar minnst er á mis­læg gatna­mót. Aðgerðal­eysi meiri­hlut­ans í þeim efn­um hef­ur ekki síst átt stór­an þátt í því að al­gjört um­ferðaröngþveiti rík­ir nú á göt­um borg­ar­inn­ar.“

Hann nefnir að árið 2017 hafi minnihlutinn lagt fram tillögu um mislæg gatnamót í samvinnu við Vegagerðina, við Reykjanesbraut/Bústaðarveg, til að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og auka umferðaflæði:

„Ein lít­il breyt­ing var þó gerð á texta með til­lög­unni að beiðni meiri­hlut­ans, sem var samþykkt. Það var að í stað orðanna „gerð mis­lægra gatna­móta“ kæmi „út­færsla gatna­móta“. Felu­leik­ur meiri­hlut­ans. Þrátt fyr­ir skýra and­stöðu meiri­hlut­ans mörg und­an­far­in ár við mis­læg gatna­mót á fyrr­nefnd­um gatna­mót­um er ljóst að Sig­urður Ingi sam­gönguráðherra hef­ur þvingað þau inn í ný­gerðan sam­göngusátt­mála rík­is og sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu.“

Einkabílaaðför

Þá telur Vilhjálmur að meirihlutinn líti á einkabílinn sem upprót alls ills:

„Einka­bíll­inn hef­ur orðið fyr­ir mikl­um ónot­um frá borg­ar­full­trú­um meiri­hlut­ans. Hon­um er kennt um allt það vand­ræðaástand sem nú rík­ir á göt­um borg­ar­inn­ar þegar staðreynd­in er sú, að aðgerðal­eysi meiri­hlut­ans í stofn­brautar­fram­kvæmd­um í a.m.k. 10 ár er aðalástæðan. Það er t.d. afar lík­legt að borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans noti einka­bíl­inn svipað og flest­ir borg­ar­bú­ar sem eiga einka­bíl. En meiri­hlut­inn kýs oft­ast að horfa fram­hjá staðreynd­um sem blasa við í um­ferðar­mál­um höfuðborg­ar­inn­ar. Það er helsta ástæðan fyr­ir því um­ferðaröngþveiti sem er flesta daga á göt­um Reykja­vík­ur og víðar á höfuðborg­ar­svæðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG