fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Það keppir varla neinn við Guðna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætli sé ekki nokkuð öruggt að Guðni Th. Jóhannesson verði kjörinn aftur sem forseti Íslands? Spurning reyndar hvort hann fái mótframboð. Það þarf ansi mikið til að velta honum af stalli.

Guðni er vinsæll maður, alþýðlegur, með heilbrigðar skoðanir, og yfirleitt flytur hann prýðilegar ræður. Í mars síðastliðnum mældi Gallup traust til embættis forseta Íslands – það reyndist vera 83 prósent.

Guðni verður varla talinn aðsópsmikill forseti – að því leytinu að hann beitir sér ekki mikið í pólitík, ólíkt Ólafi Ragnari Grímssyni forvera hans, sækist ekki eftir auknum völdum. Hann er hins vegar mikið úti meðal fólks, umgengst það eins og jafningja, yfir honum er ekki hátignarbragur eins og var á tíma Ólafs og sumu leyti Vigdísar. Þannig svipar Guðna meira til Kristjáns Eldjárns – Guðni nýtur sín þó betur í margmenni en Kristján sem var uppi á tíma þegar formfesta var meiri og var kannski ekki sérlega mannblendinn að eðlisfari.

Guðni hefur verið óhræddur við að klæðast landsliðsbúningum – stundum finnst manni nánast eins og honum líði best í íþróttafötum. Svo var merkilegt að hann tók til þess í áramótaræðu sinni að fjölskylda hans hefði ekki orðið fyrir áreiti, að hann hefði fengið að eiga sitt fjölskyldu- og einkalíf í friði. En Guðni nýtur þess auðvitað líka að kona hans, Eliza Reid, er vinsæl, hámenntuð kona og stórgáfuð, og hefur gengt sínu hlutverki af reisn og þokka,  þótt kannski megi finna að þeirri ráðstöfun að hún sé á launum hjá Íslandsstofu. Það er svona aðeins á mörkunum.

Guðni kom víða við í ágætu áramótaávarpi sínu. Talaði meðal annars um stjórnarskrána sem hann hefur lengi haft áhuga á. Þar nefndi hann að sér væri ekki á móti skapi að settar væru takmarkanir á embættistíma forseta og gleggri ákvæði um valdsvið forsetans:

„Stjórnarskrárnefnd situr nú að störfum, eins og svo oft áður. Nefndarmenn hafa hreyft þeirri hugmynd að takmarka hversu lengi hver megi vera á forsetastóli. Þá hafa þeir rætt aðrar breytingar á ákvæðum stjórnarskrár um völd og verksvið þjóðhöfðingjans. Þessu ber að fagna.“

En eins og fyrr segir er ólíklegt að nokkur geti hróflað við Guðna. Mótframboð er auðvitað ekki óhugsandi – maður skynjar helst óánægju með honum frá ysta hægrinu og máski líka þeim sem finnst að hann hefði mátt beita sér meira í orkupakkamálinu. En reyndar er nú eins og það hafi alveg gufað upp.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki