fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Morgunblaðið gagnrýnir Sorpu harðlega – „Ruslflokkur fær nýja merkingu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. september 2019 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ruslflokkur fær nýja merkingu,“ segir í fyrirsögn að dálkinum Staksteinar í Morgunblaðinu í dag en þar er farið yfir ástandið hjá Sorpu. Framúrkeyrsla fyrirtækisins um upp á hátt í tvo milljarða og meint andvaraleysi borgarmeirihlutans gagnvart henni er þar til umræðu. Sorpa er í meirihlutaeigu borgarinnar:

„Það er ef til vill lýsandi fyrir andvaraleysi flokkanna sem stýra Reykjavíkurborg um þessar mundir að þegar stjórn Sorpu ræddi í liðinni viku vanda vegna allt að 1.641 milljónar króna framúrkeyrslu við framkvæmdir félagsins var eini stjórnarmaður borgarinnar aðeins í símasambandi við aðra fundarmenn. Reykjavíkurborg á 62% í Sorpu og ber því eðli máls samkvæmt meginábyrgð á því að rekstur fyrirtækisins og fjárhagur sé í viðunandi horfi, enda lenda mistök með mestum þunga á borginni.“

Staksteinar telja merkilegt að borgin skuli ekki grípa inn í málið af festu heldur reyna að vísa ábyrgðinni frá sér:

„Risavaxin framúrkeyrsla er auðvitað orðin vel þekkt fyrirbæri hjá Reykjavíkurborg en það er aukið áhyggjuefni ef borgaryfirvöld eru orðin svo sljó gagnvart slíkum atburðum að þau grípa ekki einu sinni inn í af festu eftir á. Á bókun meirihlutans í borgarráði er ekki að sjá að þessi yfirgengilega framúrkeyrsla sé litin þeim alvarlegu augum sem eðlilegt væri. Þar er því „haldið til haga að málið er á borði stjórnar Sorpu enda hefur hún tekið málið föstum tökum.““

Staksteinar segja að borgin geti ekki vísað ábyrgðinni annað og segir eðlilegt að innri endurskoðun geri úttekt á Sorpu áður en borgin gengst í ábyrgð fyrir nýjum skuldum Sorpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins